fbpx

NÝJA JOBBIÐ – SJÓNVARPSSERÍA

BEHIND THE SCENESWORK

Síðustu tvær vikur hafa verið óótrúleg keyrsla, gefandi og sjúklega skemmtileg reynsla. Ég var semsagt að taka mín fyrstu skref sem þáttastjórnandi en í vetur muni þið sjá útkomuna á Stöð 2. Með mér í þáttunum eru tvær stórkostlegar gyðjur, Gulla Jóns arkitekt og Þóra Margrét innanhúsgúrú. Ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast áður en ég hoppaði ofan í djúpu laugina en mig grunaði ekki hversu gefandi og skemmtilegt svona ferli væri. Ég var kannski einstaklega heppinn með crew-ið en ég var að vinna með besta fólki í heiminum. Hef meira segja verið örlítið meyr eftir að við hættum að taka upp, finnst ótrúlega skrýtið að þetta sé búið eftir að hafa unnið svona náið með fólki í svona langan tíma. Það var hlegið svo sjúklega mikið og almennt svo ótrúlega gaman.

Hlakka rosalega til að sýna ykkur útkomuna, svo hvet ykkur til að næla ykkur í Stöð2 áskrift eftir áramót! Vonandi verðiði ánægð með mig, engin pressa, gah.

Processed with VSCO with a9 preset

Golli hljóðmaður er líka tónlistamaður og algjört legend

Processed with VSCO with a7 preset

Þetta var líklegast erfiðasti parturinn af þáttunum, að vera án Þóru og Gullu og tala við myndavélina, haha!

Processed with VSCO with a9 preset

Við fengum líka að mynda á stórkostlegustu stöðum, þið megið hlakka til að sjá þá!

Processed with VSCO with a8 preset

Bam! Hér er smá hint um hvað við vorum að gera ;-)

Processed with VSCO with a8 preset

Þóra og Eygló, ef ég mætti vera húsköttur þeirra beggja mundi ég gera það. Svo heppinn að eiga þær sem vinkonur, damn.

Processed with VSCO with a7 preset

<3

Processed with VSCO with a8 preset

oooog wrap partý-ið! Ég fór næstum því að grenja .. nokkrum sinnum. jæja. Fýla ekki svona kveðjur.

TÆLANDS ÆVINTÝRI EFTIR SMÁ .. SNAPCHAT

Skrifa Innlegg