Eins og ég skrifaði í síðasta bloggi, þá fékk ég skilaboð um hvort ég gæti bloggað um jólagjafirnar sem ég fékk þetta árið. Ég gerði það í fyrra og lítur allt út fyrir að það hafi farið ágætlega í lesendur.
Ég ætla að sjálfssögðu ekki að sýna allar og mér finnst pínu skrýtið að vera deila þessu, en þetta er svosem allt í gúddí.
Ég er svo ánægður með að gjafirnar koma svo oft frá hjartanu hérna á Íslandi. Í Danmörku tildæmis eru mikið um óskalista, þar sem svo fjölskylda og vinir kaupa bara það sem beðið er um og svo er einstaklingurinn sáttur á aðfangadagskvöldi. Mér finnst gaman að koma á óvart og fá gjafir sem einhver lagði hugsun í. Það er það sem gerir aðfangadagskvöldið extra skemmtilegt. Nú hljóma ég kannski eins og 11 ára krakki sem vill bara fá pakka, en ég gæti aldeilis farið í gegnum jólin án gjafa.
Hér kemur þetta ..
Ég er farinn að safna matreiðslubókum eins og ég safnaði Pokemon spilum í “gamla daga” – alltaf gott að fá innblástur og þessar tvær eru snilld.
Það var nú meiri biluninn að fá þennan – ég er í miðjum sófa fjárfestingum þessa dagana, svo einn svona er alveg fullkominn!
Það eru svona gjafir sem hitta gjörsamlega í hjartastað – en þarna má finna skemmtileg augnablik með uppáhalds stelpunni minni.
Við hötum þetta akke neitt.
Jú, ég er dottinn í þennan pakka líka. Sem mikill te-maður þá er þetta skemmtilegt að eiga, ég er reyndar ekki tilbúnir í alla litríku bollana, þeir dökku eru aðeins meira fyrir mig!
Jú, það er svona þegar maður er að reka heimili. Þessi er hjartanlega velkominn ..
Þessir voru ansi næs, halló sokkar og benassi!
Speak no evil ..
Þetta fannst mér algjör snilld – Anna María systir mömmu er svo fáranlega kreatíf og skemmtilegt, þessi púði fullkomnaði sófann sem ég er að fara kaupa!
Kærastinn gaf mér m.a glænýtt hjól, það var frekar hellað, hann er gjörsamlega stórkostlegur.
Mamma og pabbi hittu beint í mark, hin fullkomna mubla og innblásturssprengja.
Þennan fengu foreldrar mínir frá kæró, hitti beint í mark líka! Gleði gleði ..
JÆJA, þetta voru nokkrar!
Hvað fengu þið fínt? x
Skrifa Innlegg