Við þekkjum öll Laugavegsrúntinn, hann er ágætur, maður sér alltaf einhvern sem maður þekkir, kannski bíbar á einhvern, kannski um helgar sér maður grátandi einstakling, kannski einn ælandi eða hlægjandi. Í mínu tilfelli sá ég ekkert svoleiðis, jú ég bíbaði einu sinni, en það var afþví að ég er með netta og mikla roadrage (ætli það heiti ekki vegareiði á íslensku). Það má ekkert reyna á þolinmæði mína þegar ég er undir stýri, þá á ég til að bíba eða garga smá.
Aftur að Laugavegsrúntinum kom ég augu á stóran fínan nokkuð glansandi bomber jakka í Spútnik. Ég lagði ólöglega og fékk að hoppa inn. Kom svo leiðinlega í ljós að hann var dökkblár, sem ég var ekki alveg búinn að ímynda mér. Ég ætlaði að fara í fíluferð aftur útí bíl þangað til að þessi fagra afgreiðslustúlka bendi mér á góðan rakka af svipuðum jökkum.
Heilagur Þór!
Ágætlega stór og fín slá troðfull með svona skemmtilegum jökkum í dökkbláu, ljósara bláu, stórir, minni, og svo auðvitað hinn sem kallaði á mig, svarti.
SOLD!
Ég hef aldrei fundið fyrir mikilli lukku í að leita í vintage búðum, en í þetta skiptið var lukkan uppí nösinni á mér.
Ví og vá.
Skrifa Innlegg