fbpx

NEW IN: GUCCI

I LIKEMEN'S STYLENEW INSTYLE

Ég er staddur í Zurich eins og er, og mér þykir borgin hingað til geggjuð! Ég fatta samt ekki tungumálið ennþá, er þetta þýska? Er þetta swissneska? Franska? What’s the jizz?

Allavega, ég og Gulli vorum á röltinu og skoða eitt og annað, við enduðum í Gucci. Eftir að Alessandro Michele tók við sem yfirhönnuður er ég bókstaflega trylltur í merkið. Hafði aldrei neinn sérstakan á huga á því áður. Að labba um í búðinni er bara upplifun útaf fyrir sig, og það er sjaldan sem mig langar eins mikið að skíta peningum og í kringum flíkurnar þaðan.

Ég allavega rakst á veski, og það er bara stundum sem maður “þarf” að fá eitthvað – vitiði hvað ég á við? Í þessu tilviki sá ég það og bara heyrðu já. Need it. Sem er miklu skemmtilegra að ætla fara út að versla, og rembast við að finna eitthvað sem maður á samt pottþétt aldrei eftir að nota.

Veskið mitt sem ég er búinn að eiga í örugglega átta eða níu ár er orðið pínu lúið. Mér þykir voða vænt um það, keypti það í All Saints á sínum tíma og elska það alveg ótrúlega heitt. En, tími til kominn á nýtt y’all.

   

Boom!

Hversu fínt?

VERSLUNARMANNAHELGI '17

Skrifa Innlegg