Old news? Kannski –
EN, ég er að engu síðu ánægður með þetta. Ég datt uppá fönnið á síðu sem heitir Trendsales.dk, þar sem hægt er að finna allskonar gullmola og allskonar ljótt líka. Ég rakst semsagt á Alexander Wang x H&M ónotaðar og á búðarprísi, og þar sem ég varð pínu skúffaður þegar ég beið í röð og náði engu nema sandölum til að kaupa, þá fannst mér ég eiginlega verða hoppa á gæsina (er það ekki eitthvað slagyrði?) á meðan ég gat.
Ég semsagt keypti hettupeysu og svona peysu. Ég er ótrúlega skotinn í þeim, sérstaklega hettupeysunni, mér finnst hún snilld. Ég er ánægður með þessi kaup! Áfram snilldin ..
Ég í alvörunni sver að ég var að brosa, ég lofaði sjálfum mér að það verða engar svona pós rugl myndir, skulum bara hafa þetta frekar natúralt, þetta fór allt í smá rugl sem svo hægt er að sjá á hinum myndunum.
Einmitt þarna, pós mynd eða augnablik þar sem ég er að jappla á jórturleðri? Það seinna, jább.
Þetta gekk ágætlega – en já Alexander gerði fáranlega næs línu fyrir H&M, ég væri alveg til í meira ..
Skrifa Innlegg