Ég las um daginn blogg, þar sem einstaklingur skrifar um hönnunarklisjur og svindl á fólki, hvað er ógeðslega hallærislegt og hvað er nú vitlaust að kaupa það sem hverjum þykir fallegt og fínt. Til að vera alveg hreinskilinn, þá fór þessi umfjöllun alveg gríðarlega í taugarnar á mér. Það vakti uppsafnaðan pirring gagnvart þeirri bylgju þar sem fólk finnur sig knúið til að brjóta hitt og annað niður. Við sjáum það öll, fólk gagnrýnir aðra af því þau eru ekki inní þeirra hugmynd um hvað það er að vera ógeðslega töff og kúl.
Smá dæmi – Bloggarar eru bara orðnir ógeðslega hallærislegir, skrifa um hina og þessa hluti sem dælt er í þá og þeir sponsoraðir af öllum heimsins fyrirtækjum, ekkert er einlægt og ekkert er satt, bara lygar og soraskrif. Skulum ekki taka mark á þeim fávitum, orðnir svo agalega margir. Það er meiri skömmin að skoða blogg. Hvað þá ittalla, það eiga jú allir ittala, afhverju vogum við okkur að kaupa ittala því allir eiga það? Plús það er ódýrt, þvílíkur viðbjóður. Ógeðslega hallærislegt ekki satt? KronKron skórnir (sem þessi einstaklingur skrifaði í færslu sinni) þvílíkt og annað eins hor, þetta var bara tískubóla og þeir sem tóku þátt í henni vinsamlegast dýfið þeim í bensín og brennið. Omaggio vasinn með gullinu, það voru aðeins geðtruflaðir einstaklingar, heilaþvegnir af tískubólu. Grjótljótir, en allir keyptu þá og vildu þá. Þvílíkir vittleysingar. Ekki taka mark á neinum og ekki kaupa neitt, því hjálpi okkur, þetta gæti orðið einhver hönnunarklisja. Plöntur eru glataðar og öll heimili líta nákvæmlega eins út, því þau eru hvít, með apanum og Arne Jacobsen stólum. Allt eins og allir hinir eru að gera. Múmín bollarnir?? Splundrið þeim undir eins! Það eru fleiri að safna þessum sorabollum!! Fókuseriði frekar á allt sem allir munu ekki kaupa. Þá verðiði einstök, og getið verið með að hlægja af hinum sem velja sér að kaupa það sem þeim þykir flott, og já sem sést í Hús og Hýbíli og Bo Bedre, eða það sem bloggararnir eru að skrifa um.
Hafiði séð þetta? Ég hef séð þetta, lesið þetta, heyrt þetta útum allt. Það sem ég skil ekki, afhverju er þörf fyrir því að gagnrýna aðra, að þessu leyti. Afhverju varð það allt í lagi að dæma fólk sem kaupir það sem þau vilja? Afhverju á fólk að líða illa með það sem þau gera af því aðrir fá þörf að gagnrýna það sem ekki hentar þeim? Ég hef nokkrum sinnum fengið spurningar “Afhverju ertu eiginlega að blogga? Er það ekki orðið svolítið lame?”. Hvað svosem við erum, gerum eða söfnum eða kaupum, gerum það með góðri samvisku. Ég vil frekar algjörlega fylgja mínum stíl og áhugasviði án þess að vera undir einhverjum öðrum áhrifum, vera einlægur gagnvart því sem ég geri og hugsa. Í staðinn fyrir að vera hann sem setur inn mynd á Instagram, Facebook eða tekur tíma til að gera heila blogg færslu sem má finna írónískt niðrandi ummæli í garð einstaklinga, hóp fólks eða hvað það nú er. Hvort vilji þið vera?
Til eru hópar á Facebook, með allskonar fólki, mikið af listamönnum, miðbæjarlegu fólki, þar sem var reglulega póstað inn ýmsum linkum af hinum og þessum persónum og hlutum, þar sem þau komu saman og rifu niður einstaklinga, verkefni, video. Komment eins og “Það þyrfti helst að berja hann í jörðina.” og “Ég æli yfir mig” voru like-uð í gríð og erg. Ég fylltist sjálfur miklum viðbjóði að sjá þetta og var yfir mig ánægður að ég tilheyrði ekki þessari grúppu, eða gaf sjálfum mér bessaleyfi að tala svona um fólk. Veit ekki hvort þessi hópur sé enn í umferð, ég vona allavega ekki.
Hættum að vera svona bilaðslega dónaleg og dómhörð. Geriði það sem ykkur lystir, horfið á það sem ykkur þykir skemmtilegt, hlustiði á tónlistina sem þið fýlið, búiði til blogg, syngið inná youtube, kaupiði það sem ykkur þykir fallegt, geriði íbúðina ykkar eins og þið sáuð hana fyrir ykkur, lesiði lesefni sem ykkur þykir áhugavert. Geriði það sem þið fokking viljið – þannig á það bara að vera. Sýnum virðingu og umburðarlyndi.
Promote what you love – instead of bashing what you hate.
Skrifa Innlegg