fbpx

MORGUNMATUR – NÝTT ÆÐI!

Ég var orðinn pínu þreyttur á hafragrjónum, svo mér fannst ég verða að breyta til. Fyrir ekki svo löngu sagði vinkona mín mér frá einfaldri uppskrift var hafraklöttum sem hún borðar í morgunmat. Mér fannst það ekkert hljóma svaka vel, og lúmskt óspennandi.

Mánuðum seinna ákvað ég að prófa þetta, og ég sé eftir því að hafa ekki prófað þetta fyrr því ég er – hooked – á þessu.

Eina sem þarf er

Lífræn hafragrjón (ég nota gróf – en auðveldari að vinna með fín)
Banani (maukaður)
Egg.

Ég fer ekki eftir neinni uppskrift af magni, enda einstaklega einföld uppskrift. Hún hljómar einfaldlega svona;

Maukið banana og setjið hann í skál, bætið hafragrjónum og eggi við þangað til að þetta er orðið nokkuð líkt deigi, þaðan steikiði á pönnu á ekki of háum hita og voila!

Mér finnst æði að setja léttan ost, sultu eða hunang á til dæmis. Alltaf hægt að prufa sig áfram, setja kanil í deigið eða eitthvað svoleiðis. Prufa sig áfram með þessa léttu uppskrift ..

Ekkert nema hollusta og fyllir magann vel á morgnana.

Þið verðið að prófa!

Á bakvið tjöldin & preview.

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. LV

    24. August 2013

    Mmmm ég ætla að prófa þetta :)

    -LV

  2. Rakel

    25. August 2013

    Við fjölskyldan prófuðum þessar í morgun og borðuðum þær með hnetusmjöri og sultu, dásamlega góðar! Takk fyrir að deila :)

  3. Anna

    25. August 2013

    Ég borða þetta mjög oft líka nema þá sleppi ég hafragrjónum og mixa bara saman einu eggi og hálfum banana :)

  4. Marta

    25. August 2013

    Líka mjög gott að setja smá hrátt kakó útí ;)

  5. Rut R.

    27. August 2013

    nammm þetta er svo gott!!
    Ég set akasíu hunang útí í staðin fyrir banana, alveg tryllt gott með osti og sultu :)

  6. Vala Erlings

    29. August 2013

    Þetta er snilld!! gæti borðað þetta í öll mál!