Ég var orðinn pínu þreyttur á hafragrjónum, svo mér fannst ég verða að breyta til. Fyrir ekki svo löngu sagði vinkona mín mér frá einfaldri uppskrift var hafraklöttum sem hún borðar í morgunmat. Mér fannst það ekkert hljóma svaka vel, og lúmskt óspennandi.
Mánuðum seinna ákvað ég að prófa þetta, og ég sé eftir því að hafa ekki prófað þetta fyrr því ég er – hooked – á þessu.
Eina sem þarf er
Lífræn hafragrjón (ég nota gróf – en auðveldari að vinna með fín)
Banani (maukaður)
Egg.
Ég fer ekki eftir neinni uppskrift af magni, enda einstaklega einföld uppskrift. Hún hljómar einfaldlega svona;
Maukið banana og setjið hann í skál, bætið hafragrjónum og eggi við þangað til að þetta er orðið nokkuð líkt deigi, þaðan steikiði á pönnu á ekki of háum hita og voila!
Mér finnst æði að setja léttan ost, sultu eða hunang á til dæmis. Alltaf hægt að prufa sig áfram, setja kanil í deigið eða eitthvað svoleiðis. Prufa sig áfram með þessa léttu uppskrift ..
Ekkert nema hollusta og fyllir magann vel á morgnana.
Þið verðið að prófa!
Skrifa Innlegg