Þegar ég byrjaði að blogga á Trendnet þá vissi ég ekki hversu margir mundu skoða bloggið, en það fór frammúr öllum vonum og fyrir það er ég ótrúlega ánægður.
Þar með sagt þá þykir mér ótrúlega heillandi tilhugsun að getað náð til fólks með einhverju sem skiptir máli. Réttindi samkynhneigðra skiptir mig miklu máli, mun ég seint sitja þegjandi hvað það varðar. Ég gleymi aldrei hvaðan þessi ástríða mín vaknaði. Ég horfði á myndina Prayers for Bobby. Ég var nýkominn útúr skápnum (16 – 17 ára) og vissi ekki við hverju mátti búast þegar ég horfði á hana, ég var svaka “kúl” á þessum tíma og var hreinlega ekki að hugsa um sjálfan mig sem partur af samfélagi/hóp sem er að berjast fyrir frekari réttindum, heldur bara töffari, nýkominn útúr skápnum. Ég emjaði úr gráti, ég held meira segja að ég hafi gólað úr gráti. Myndin hitti beint í hjartastað og hefur verið þar síðan og er hún mér ótrúlega kær. Enda er boðskapurinn, og leikurinn hreint út sagt stórkostlegur.
Myndin er byggð af sönnum atburðum og segir sögu Bobby Griffith sem kemur úr rosalega trúaðri fjölskyldu sem er kemur útúr skápnum.
Ef þið spyrjið mig, þá finnst mér að þessi mynd eitthvað sem allir ættu að sjá og ætti helst að vera sýnd í skólum, framhaldsskólum, sjónvarpsstöðvum, netflix og opnum dagskráum. Ég vil helst sjá það gerast. Ég vil gjarnan hér með hvetja alla til að horfa á þessa mynd. Stráka, stelpur, mömmu, pabba, ömmur, afa, frænda, frænku, hvað sem er.
Spread the message – ef þið þekkið fjölskyldu, eða strák eða stelpu í vafa, eða hreinlega fólk sem þarf aðeins að opna augun.
Hægt er að horfa á myndina á Youtube – HÉR
Einnig mæli ég með þessu einlæga viðtali við aðalleikkonu myndarinnar Sigourney Weaver
Þið sem stelist í download finnið hana á PirateBay og þið sem stundið Amazon getið keypt hana þar eða fundið hana einhversstaðar annarsstaðar á netinu.
Þið sem horfið á hana megið endilega skrifa í komment hvernig ykkur fannst – eða senda mér línu á helgi@trendnet.is
Kveðja & kærleikur!
Skrifa Innlegg