fbpx

MIKILVÆG FÆRSLA – PRAYERS FOR BOBBY.

INSPERATIONALYNDISLEGT

Þegar ég byrjaði að blogga á Trendnet þá vissi ég ekki hversu margir mundu skoða bloggið, en það fór frammúr öllum vonum og fyrir það er ég ótrúlega ánægður.

Þar með sagt þá þykir mér ótrúlega heillandi tilhugsun að getað náð til fólks með einhverju sem skiptir máli. Réttindi samkynhneigðra skiptir mig miklu máli, mun ég seint sitja þegjandi hvað það varðar. Ég gleymi aldrei hvaðan þessi ástríða mín vaknaði. Ég horfði á myndina Prayers for Bobby. Ég var nýkominn útúr skápnum (16 – 17 ára) og vissi ekki við hverju mátti búast þegar ég horfði á hana, ég var svaka “kúl” á þessum tíma og var hreinlega ekki að hugsa um sjálfan mig sem partur af samfélagi/hóp sem er að berjast fyrir frekari réttindum, heldur bara töffari, nýkominn útúr skápnum. Ég emjaði úr gráti, ég held meira segja að ég hafi gólað úr gráti. Myndin hitti beint í hjartastað og hefur verið þar síðan og er hún mér ótrúlega kær. Enda er boðskapurinn, og leikurinn hreint út sagt stórkostlegur.

Myndin er byggð af sönnum atburðum og segir sögu Bobby Griffith sem kemur úr rosalega trúaðri fjölskyldu sem er kemur útúr skápnum.

Ef þið spyrjið mig, þá finnst mér að þessi mynd eitthvað sem allir ættu að sjá og ætti helst að vera sýnd í skólum, framhaldsskólum, sjónvarpsstöðvum, netflix og opnum dagskráum. Ég vil helst sjá það gerast. Ég vil gjarnan hér með hvetja alla til að horfa á þessa mynd. Stráka, stelpur, mömmu, pabba, ömmur, afa, frænda, frænku, hvað sem er.

Spread the message – ef þið þekkið fjölskyldu, eða strák eða stelpu í vafa, eða hreinlega fólk sem þarf aðeins að opna augun.

Hægt er að horfa á myndina á Youtube – HÉR

Einnig mæli ég með þessu einlæga viðtali við aðalleikkonu myndarinnar Sigourney Weaver

Þið sem stelist í download finnið hana á PirateBay og þið sem stundið Amazon getið keypt hana þar eða fundið hana einhversstaðar annarsstaðar á netinu.

prayers prayers2 prayers4 prayers5

 

Þið sem horfið á hana megið endilega skrifa í komment hvernig ykkur fannst – eða senda mér línu á helgi@trendnet.is

 

Kveðja & kærleikur!

STEPHEN JAMES - VANDRÆÐALEGUR.

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Ingileif

    16. January 2014

    Þessi mynd var sýnd á Stöð 1 í fyrra að mig minnir. Ég horfði að minnsta kosti og grét. Mjög mikið.
    Ég er mjög sammála þér minn kæri – algjört skylduáhorf!

  2. Ásta

    16. January 2014

    ég sá þessa mynd fyrir nokkru siðan og ég hef sjaldan orðið fyrir eins miklum áhrifum af mynd, ég grét sárt og mæli með því að allir horfi á þessa mynd.

  3. Amanda Eir

    16. January 2014

    Ætla að ná í hana og horfa á eftir vinnu í kvöld :)

  4. Helena Guðrún

    16. January 2014

    Ég grét úr mér augun þegar ég horfði á þessa mynd – fáránlega góð!!

  5. Sæunn

    16. January 2014

    Ég grét úr mér augun þegar ég sá þessa. Ótrúlega áhrifamikil mynd sem hitttir beint í hjartastað. Ég vona að sem flestir sjái þessa. Við sem höfum ekki upplifað það að koma út úr skápnum gerum okkur eflaust ekki grein fyrir því hvað það er erfitt og við eigum að vera stolt af því að hafa ólíkt fólk í heimiinum með ólíkar langanir. Ást eiga allir skilið að upplifa án fordóma frá samfélaginu. Ég er amk stolt að búa á Íslandi sem er komið svo langt miðað við marga aðra en margt má þó gera betur og ég vona að einn daginn geti samkynheigð pör ættleitt börn alveg eins og gagnkynheigð! Áfram Helgi :)

  6. Sigga Fridda

    16. January 2014

    Þarf að sjá þessa og hlakka til. Hissa á að ég hafi aldrei heyrt um hana eins mikið og ég fylgist með myndum og þáttum ?

    • Helgi Ómars

      17. January 2014

      Já, ég held því miður að það er ekki búið að vera sýna hana mikið eða almenn umræða um þessa mynd, sem ég er svolítið hissa á. En vona að fólk ræði hana núna ef það horfir á hana :)

  7. Hilmar Már Hálfdánsson

    17. January 2014

    Já Helgi ég er svo sammála! Ég horfði nú reyndar á hana í fyrsta skiptið í fyrra og ég grét úr mér augun! Ég kom út líka 16 ára og það var miklu erfiðara en allir héldu að það væri fyrir mig. Ég hefði einmitt viljað sjá mynd eins og þessa eða eitthvað álíka. Virkilega flott hjá þér að posta þessu og ég hvet ALLA foreldra til að horfa á þessa mynd og alla bara. Elska þessa mynd!