Já, brönsarnir eru þekktir um helgar en kæróinn kláraði lokapróf í dag og þess vegna ákvað ég að koma honum pínu á óvart, en þegar hann kom heim úr prófinu beið hans “lækker brunch” á borðinu.
Ég elska brönch, ég elska fjölbreytta fæðu (nammi innifalið) og hvað þá á einum disk! Ég var voða ánægður með sjálfan mig og hrósaði sjálfum mér í gríð og erg á meðan ég tróð matnum uppí trantinn á mér. Kæróinn tók nokkrar myndir af mér sem voru því miður ekki nógu góðar, en á þeim var ég að hlægja með opinn munninn eða troða mat uppí mig eða að tala, sem var hreinlega ekki nógu smekklegt fyrir þetta ágæta blogg mitt.
Þetta er þó ekki besti eða fallegasti brunch sem ég hef gert, en tildæmis páskabrunchinn í fyrra var eiginlega magnaður, mums.
EN JÆJA, þessi var ekki svo slæmur ..
_________
Wednesday brunch isa great brunch!
I really love brunch, I love trying different ones. This is definitely not one of my best brunches I’ve done, but good enough!
Amerískar pönnsur & maple síróp!
Kókosolían góða ..
Nettó búðin mín er snilld – 10 ávextir á 20 DKK – og þar eru bestu epli og stærstu og bestu bananar í heimi. Schnilld ..
Clean eggjahræra með maldon salti & hvítlaukspipar.
Það er enginn brönch nema maður sé með smá sætindi, oniiii ..
Æ þetta var so’gott!
Skrifa Innlegg