fbpx

Mesta snilldar nammi í heimi.

Ég er einn af þeim sem þykir túnfisksalat mega gott! Mamma gerir það allra besta og jú, þetta þykir mér fáranlega gott.

Nú þegar ég nammidaga aðeins einu sinni í viku og hef lítinn áhuga á að setja mikið majónes uppí minn munn þá þurfti ég aldeilis að finna einhverjar lausnir sem ég svo gerði!

Þetta er í rauninni töluvert betra en hitt salatið. Þið þekkið tilfinninguna þegar maður er búinn að háma í sig Sóma samloku eða eitthvað og þetta situr þungt í maganum, æðunum & líkamskerfinu og maður getur svo gott sem heyrt sjálfan sig fitna. Þetta er nefnilega andstæðan, troðfullt af próteinum og hollum kolvetnum og líður ótrúlega vel í kroppnum eftirá.

Dós af túnfisk í vatni.
2 skeiðar af grísku jógúrti.
Maukaður avocado.
Vorlaukur.
Hvítlaukssrif skorið í litla bita.
Pipar
Smá chilli ef þið viljið. 

Ég setti svo stóra skál af spínati með gúrku og papriku og mixaði saman. Geggjað á gróft fræ brauð eða hvað sem er.

Try it – þetta er geggjað! & látiði mig svo vita hvernig ykkur finnst ef þið prófið, þetta er nnnaaammmeeee!!

Helgi & Athena 1 maí.

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Helga Jóhanns

    3. May 2013

    mmm þetta hljómar vel, ætli sé ekki gott að skella smá eggjum út í líka?? prufa þetta við tækifæri :D

    • Helgi Ómars

      3. May 2013

      Ju alveg pppottthett! Eg ætla einmitt ad gera thad næst!! :)

  2. Pattra's

    3. May 2013

    Það var einmitt hemmelavet túnfisksalat í morgunmat hérna megin -THE best! Egg er krúsjúal atriði! ;)

  3. Sigga

    3. May 2013

    Snilld eitthvað annað en salötin hér í DK öll sósuð í mæjó!! Fæ mér þetta eftir ræktina á morgun :)

  4. Rut R.

    4. May 2013

    þetta ætla ég að prufa!
    er vön að nota kotasælu í mitt salat, en grísk jógúrt og avocado hljómar hrikalega vel! :)

  5. Snjólaug Vala

    6. May 2013

    Hárrétt hjá helgu! Eggin eru möst í gott tuna salade!