Ég lenti í mjög magnaðari upplifun fyrir ekki svo löngu. En ég fékk skilaboð í gegnum Facebook síðuna frá manni sem ég eiginlega bara svona “idolisera” ef svo má orða. Er allavega mikill aðdáandi hans. Hann heitir Kristján Hreinsson og er ljóðahöfundur. Ég á bæði bók eftir hann og hef lengi og vel fylgst með ljóðunum hans, en mér finnst hann algjörlega einstakur að því leyti að hann á að hitta beint í hjartastað, og hefur hann skrifað mörg mjög kröftug ljóð.
Kristján skrifaði ljóð sem gerði alveg ótrúlega mikið fyrir mig, ég skrifaði það sjálfur niður og las oft yfir og svo skrifaði ég um það ljóð hér á Trendnet fyrir nokkrum árum. Einn daginn þegar ég kom uppí vinnu leit ég á símann minn og sá að Kristján sjálfur, hefði skrifað til mín. Ég var eiginlega frekar orðlaus og gat ekki ímyndað mér afhverju þessi magnaði maður væri að skrifa til mín. Hann var einfaldlega að þakka fyrir skrifin, sem ég skrifaði um daginn. Ég svaraði bara að ánægjan var mín og í raun þakkaði honum fyrir allt saman, en ljóðin hans, eins og ég sagði, hafa haft mjög góð og svona persónuleg áhrif á mig.
Við skrifuðumst aðeins á milli, og eitt leiddi að öðru og við vorum farnir að ræða um að hann gæti ort ljóð fyrir mig. Sem mér fannst gjörsamlega magnað, og maðurinn er augljóslega snillingur með meiru. Ég gæti ekki ort fallegt ljóð til að bjarga lífi mínu held ég, en ég sendi honum svo seinna texta um mömmu mína. Bara einfalda útskýringu um mömmu og sambandið okkar, en við erum bestu vinir og höfum alltaf verið. Svo ekki löngu eftir, sendir hann mér, án gríns, fallegasta ljóð sem ég hef lesið. Maðurinn hafði þá gjörsamlega skapað heilan hugarheim, varðandi samband mitt og mömmu, og setti í orð hluti sem ég gæti aldrei gert. Ég er honum svo þakklátur fyrir þetta, og hann einmitt talaði við mig um mikilvægi þakklætis, sem ég tileinka mér alveg 100%. Þetta getur maðurinn, ort persónuleg ljóð. Þetta er alveg einstakt, og ein sú fallegasta gjöf sem hægt er að gefa.
Ég gaf svo mömmu ljóðið í jólagjöf, og viðbrögðin voru engri lík.
Hér má sjá ljóðið. Ljóðið er mjög persónulegt, svo ég ætla ekki að skrifa það niður. En þetta gefur ykkur góða hugmynd.
Þið getið að ég veit, haft samband við hann á Facebook –
En ef þú ert að lesa þetta, TAKK Kristján Hreinsson! Þú ert gjörsamlega magnaður.
Skrifa Innlegg