fbpx

Lagerfeld’s favorite boy.

Babtiste Giabiconi er uppáhalds og augnayndi tísku risans Karl Lagerfelds. Ég rakst á hann á Tumblr um daginn og sá þar að hann hafi verið í ansi mikið af Chanel herferðum svo forvitnin tók mig á google.

Babtiste var fundinn innan módel bransans 2008 þar sem hann var signaður við skrifstofuna DNA, skömmu eftir það fylgdi hann Karl Lagerfeld hverju skrefi.

Babtiste er núna karlmanns andlit Chanel, Fendi og Karl Lagerfeld. Þau merki sem Lagerfeld hannar fyrir og ótrúlega oft myndar sjálfur. Hann er meira segja einstaklega góður ljósmyndari.
Á mörgum sýningum hefur Babstiste verið eina módelið hjá Chanel sem er karlmaður, ásamt því að hann situr fyrir sem aukahlutverk í kvennmanns herferðunum. Babtiste hefur alltaf verið karlmannsmódel er Karl Lagerfeld myndar, í blöð eins og Wallpaper og Numero Vogue, þar sem hann skartar líka forsíðunni.
Ekki leiðinlegt að vera undir hlýgju vængjana hans Karls.

Einnig er Babtiste hæðst launaðasta karlmódelið í dag.

bab7 bab8 bab6 bab3 bab2 bab1 bab10 bab11

GEGGJAÐIR BOMBER JAKKAR Á ASOS.

Skrifa Innlegg