Það er ótrúlega stutt síðan að ég fékk að kynnast ljóðum Kristjáns Hreinssonar.
En síðan þá hafa ljóðin hans verið partur af minni daglegu rútínu. Ég get óhræddur sagt að ég er bókstaflega orðinn ástfanginn af ljóðunum hans.
Mig langaði að deila með ykkur einu, einnig hvet ég ykkur til að finna ‘ Orðayndi ‘ sem þið getið like-að á Facebook og njóta vel.
UPPGJÖR
Ef burðast fólk með böl og fals
það bugast sárt og lúið
á tröðum lífsins táradals
trausti öllu rúið.
Því skaltu hjartað hreinsa nú
og hirslur sálarinnar
og byrðar allar brennir þú
á báli ævi þinnar.
Það skilja þeir sem forðast fals
og fá til gæfu snúið
að lífið það er uppgjör alls
sem ekki verður flúið.
og fá til gæfu snúið
að lífið það er uppgjör alls
sem ekki verður flúið.
Skrifa Innlegg