Þetta einstaklega djúsí teppi frá Geysir Heima er í algjöru uppáhaldi –
Það er frekar fyndið þegar ég kem heim frá fríi þá á ég til að vera í smá búbblu, ekkert dramatískt, en það er bara svo mikill kontrast að vera í fríi og afslöppun og svo koma aftur heim þar sem nóg að gera. Ég kom alveg endurnærður heim og mér líður frábærlega og ég næ að gera endalaust uppí vinnu, en svo er það efst í mínum huga að fara bara beint heim og skríða í búbbluna og vera þar þangað til að ég á að fara aftur í vinnuna, svona hefur þetta alltaf verið og ég nýt þess ágætlega. Ég hef einmitt reynt að halda tælenska tímanum eins mikið og ég get. Í gærkvöldi fór ég að sofa kl 23:30 í fyrsta skipti síðan ég kom heim, öll önnur kvöld hef ég verið að sofna milli 20:00 og 21:00 og vaknaður milli 05:00 og 06:00 á morgnana og mér finnst það án gríns geeeeeggggjað. Djöfull væri gaman að vera A-týpa!
Ég finn þó að búbblan er alveg að springa og ég þarf bráðum að fara undirbúa nokkuð stórar breytingar. Í fyrsta skipti í sex ár er ég faktískt að taka mjög stórt skref og taka stóra ákvörðun. Ég er að færa mig meira yfir til Íslands, ég hef ákveðið að taka að mér ákveðið ævintýri yfir sumarið, og vinna örlítið í mínum verkefnum líka. Þetta er í kringum hálfs árs dæmi sem ég hef ákveðið taka. Ég mun að sjálfssögðu fljúga á milli og heimsækja manninn minn, Elite fjölskylduna mína og íbúðin mín er jú ennþá hér. En ég hef verið hjá Elite í yfir fimm ár, og þó svo að ég gjörsamlega er yfir mig hugfanginn af módelunum mínum sem ég hef fundið og hjálpað að komast af stað í þessum bransa og ég tala nú ekki um fólkið sem ég vinn með sem ég gjörsamlega tel sem fjölskylduna mína. Þá veit ég að ég verð að breyta til og prófa eitthvað annað. Svo! Stórt skref – og ég að sjálfssögðu leyfi ykkur að fylgjast með öllu þessu. Þetta er spennandi, pínu scary en spennandi!
Knús og kærleikur héðan!
Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars
Skrifa Innlegg