Hvar á ég að byrja ..
Ég mætti á fjörðinn sunnudeginum og eyddi öllum deginum að knúsa ömmuna og afana og frændurna og frænkurnar. Ótrúlega góð tilfinning hversu vel er tekið alltaf á móti manni. Seyðisfjörður tók við sem svo fjölskyldan og vinirnir tóku á móti mér. Ólýsanlega tilfinning eftir langa fjarveru!
Aðfangadagskvöldið var auðvitað ekkert nema næs en gildi jólanna er bara svo allt önnur en þau hafa verið. Ég get ekki notið mín nóg hérna með fjölskyldunni og vinunum. Það er ákveðinn spotti sem meira segja dregur í mig um að vera bara á Seyðisfirði, sem þýðir eitt að kæró þarf líklegast að pakka niður farangrinum mínum, festa mig niður með keðjum, skella teipi á trantinn á mér og draga mig uppí flugvél.
Ég elska Seyðisfjörð, elska, þið vitið .. ÁST! Þið vitið nú hvað það er sterkt orð ..
Ég var auðvitað gaurinn sem gerði allt á síðustu stundu, var nýskriðinn úr jólabaðinu þegar hitt liðið kom heim úr kirkju.
Þessi mynd sýnir það ótrúlega skýrt hvað ég er fyndinn. Eintóm gleði þetta kvöldið!
Systkinin saman prúðbúin.
ooooog öll saman kominn í fyrsta skipti í langan tíma. Bestasta besta í heimi.
Jólaandinn gjörsamlega að ganga frá Urði systir.
Slaufubræður.
Við vorum ekki bara að fagna jólunum, líka þeirri staðreynd að hin gullfallega systir mín gengur með sitt fyrsta barn. Við fjölskyldan erum að missa okkur úr spenning!
GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN!! x
Vona að allir séu hamingjusamur & glaðir.
xxx
Skrifa Innlegg