Nei fokk hvað ég er seinn!
Það er svo sjúklega gaman á Íslandi á Eurovision, allir horfa á þetta, öllum finnst gaman, allir hafa skoðanir. Ég las að 93,4% af allri þjóðinni horfðu í ár, það er frekar sturlað. Ég allavega ákvað að fljúga sjálfan mig til Íslands og fara í partý með dásamlegu vinum mínum yfir Eurovision og fjandinn hvað ég er ánægður að ég fór.
Hvað Júróvisjonið varðar þá var ég gapandi hissa á úrslitunum, ggggjjjöööörsamlega. Ég .. og er enn! Ég tók ekki einu sinni eftir laginu sem vann, þetta var gól lagið sem ég nennti ekki að fylgjast með, SVO VINNUR ÞAÐ BARA. Eins og ég segi, ég var gjörsamlega gáttaður. Burt séð frá því var gleðin argandi, gargandi og stórkostleg.
Hólmfríður, sem hefur verið Köben systir mín í sex ár tók sig til og flutti til Íslands og mikið fjandi sem var gott að hitta hana aftur! Við skelltum okkur í ..
.. BRUNCH! Ég valdi staðinn því ég fór einhverntíman í sama brunch með mömmu og ég gleymi ekki að ég var saddur út allan daginn. OG SAMA GERÐIST AFTUR, ég var pakksaddur út allan daginn, og ég var svo vissum að þetta var bara tilviljun en nope! Þessi lúxusbrunch fæst semsagt á Vegamótum og mæli ég hiklaust með honum.
Ég mætti í útskrift MOOD Make-Up School í fyrsta skipti í laaaaangan tíma, og Palli minn besti kom með! Of of of of næs!
Eurogleðin byrjuð og þetta var svo GAAAAMAAAAAN!!! Ég elska þessa vini mína
Það var vel þegið að allir komu með eitthvað í teitið, yes oh yes, Palli tók það á annað level og galdraði þetta fram.
Svo sjúklega flott hjá honum!
Hann er á lausu, fyrir ykkur dömur þarna úti ..
Þessi kæri vin er líka á lausu, svona afþví við erum að þessu ..
ÁFRAM ÍSRAEL!! (Ef ég tek í burtu alla pólitík)
Skrifa Innlegg