Lok ágúst 2012 tókum ég og Kristjana vinkona mín ákvörðun um að við pakka saman dótinu okkar, redda okkur íbúð, kaupa flugmiða og flytja til Kaupmannahafnar. Þetta var ótrúlega spennandi og lentum við á flugvöllinn með ekkert í höndunum nema töskurnar okkar og lykil á tómri íbúð. Okkur fannst þetta ótrúlega spennandi og komum í gang virkilega skemmtilegu lífi saman, við sváfum í sama rúmi, og nýttum allt það litla sem við áttum til að skapa endalaust góða stemmingu í kringum okkur.
Ég og Kristjana fluttum aftur heim, ég entist í mánuð heima og kom aftur til Köben. Í dag flutti Kristjana aftur hingað til Kaupmannahafnar, og þvílík og önnur eins gleði. Þrátt fyrir að vera með gríðarlega og svakalega horframleiðslu (sorry), hálsbólgu og leiðindi í gangi þá ákvað ég þó að fagna komu hennar.
Illums Bolighus gluggaskreytingarnar – þessi búð er nýtt uppáhald!
Algjört hygge á Big Apple.
Þetta er juiceinn sem ég bað um þegar ég sagði að ég þyrfti trylltan juice til að hjálpa mér að losna við flensuna.
Paprika, blóðappelsína, sítróna, sellerí, chilli & engifer. Þessi gaf þvílíkt kikk!
JólaKöben.
Eins má sjá á þessari mynd, hvítur eins og ég sé dauður með rautt nef. (Ég hélt ég væri að brosa þegar þessi mynd var tekin, ég er ekki alveg að ná þessu öllu saman.)
Elsku yndislega Kristjana.
Vá hvað er gott að fá hana aftur! Endalaus gleði framundan.
OUTFIT:
HÚFA: 66°Norður
TREFILL: ACNE
PEYSA: Cheap Monday
JAKKI: Our Legacy
BUXUR: Dr.Denim Jeansmaker
SKÓR: Timberland
Skrifa Innlegg