fbpx

Í KVÖLD – FRÆNDSYSTKINI & KÖBEN KÓSÝ.

DANMÖRKGLEÐIPERSONAL

Æ hvað dagurinn var góður. Nóg að gera uppí vinnu og hitti svo Hilmu frænku og son hennar Mikael Leó. Mæður okkar eru systur og erum við ótrúlega náin frændsystkini. Jólamarkaðir, jólaKöben, Illums Bolighus og Disney búðin kom okkur svo sannarlega í aðeins meira jólaskap en við vorum í og enduðum daginn í jóla Tívolíinu. Ég tímdi ekki að skoða allan garðinn í kvöld, of mikið fallegt og fannst góð hugmynd að taka þetta í tveimur skömmtum. Loksins er orðið nógu kalt til að ég get notað 66°Norður Þórsmörk úlpuna mína, þvílík og önnur eins sæla, í alvörunni talað. Nýt þess alveg í botn.

Við frændsystkinin eyddum góðum 3 tímum í Illums Bolighus og fræddi Hilma mig um hina og þessa hluti sem þar vöru til sölu, og uppgvötaði ég að áhugi minn sé töluvert mikill þegar kemur að húsgögnum og innanhúsarkitekt, meira en mig grunaði!

Hilma er einnig alveg fáranlega mikill fagurkeri og er með rétt tæplega MILLJÓN fylgjendur á Pinterest sem er ótrúlegt magn og auðvitað bloggar sjálf.

Hægt er að skoða bloggið hennar HÉR.

Nú tekur við áframhaldandi mandrínuát og mega kósý.

Hér eru myndir frá deginum, njótiði vel x

22nov 22nov2 22nov3 22nov4 22nov5

Þetta einkenndi daginn mikið! Fullt af hlátri!

22nov6

Yndislegi Mikael Leó litli.

22nov7 22nov8

 

 

I WANT: TIMBERLAND "40 BELOW" BOOT.

Skrifa Innlegg