Í kvöld var ég búinn að plana að liggja undir sæng eins og auli því ég þarf að vakna í vinnu á morgun. Plönin breyttust aðeins og ég og sambýliskonan mín ákváðum að fara út og njóta tunglsins sem var alveg fullt og svo er Halloween svo við ákváðum að fara aðeins inní myrkrið. Klæddum okkur upp í hlý föt (þau voru ekkert hlý eftir allt saman – frost úti!) og keyptum okkur örfáa bjóra og ákváðum að halda til Mosen sem er stórkostlegur og er beint fyrir utan húsið mitt. Við fundum litla bryggju þar sem við sátum spjölluðum um lífið og tilveruna og umhverfið var svo gott sem fullkomið. Spegilslétt vatnið, svanirnir útum allt og tunglið skein eins og sólskín. Fallegt umhverfi gerir mig einstaklega væminn!
Derhúfa: NY
Langermabolur: Levi’s vintage
Ullargolla: H&M
Peysa: H&M
Jakki: ZARA
Buxur: ZARA
Skrifa Innlegg