Hróaskelda var aldeilis oplevelse. Mjög skemmtilegt!
Ég elska hvað hátíðin er ótrúlega friðsæl. Það kom í dagblaðinu hérna að þar hafi komið upp ein slagsmál og nauðgunarkæra hefur ekki komið síðan árið 2009 og það ár var tekin upp ný stjórn Hróaskeldu og hátíðin endurskipuð. Mjög til fyrirmyndar, það var smá hippa fýlingur í “det hele” sem ég heillaðist virkilega af. Til fyrirmyndar.
Ég get alveg ímyndað mér að fara aftur á næsta ári og þá jafnvel vera í bara í tjaldi og upplifa allt saman.
En það er jú ár í það, en það hljómar vel!
Hér eru myndir frá gleðinni;
RIHANNA! Anskotinn hvað hún var góð – og fáranlegt hvað ég skemmti mér vel.
Eitthvað lítið spennandi outfit
Sólgleraugu: Foe Bans
Bolur: H&M
Stuttbuxur: Samsøe Samsøe
Skór: Reebok
Of Monsters And Men, og AAAANSKOTINN hvað þau voru góð. Stórmagnað að heyra alla syngja með og alla klappa í takt við viðeigandi lög. Fylltist þjóðarstolti, mikið voru það góð.
Hress á Rihönnu.
Dásamlegt fólk sem ég var með sem gerði Hróaskelduna miklu betri!
Skrifa Innlegg