fbpx

H&M X KENZO – KAUP OG STÓRT SPURNINGAMERKI?

DANMÖRKMEN'S STYLESTYLEUncategorized

Í morgun vaknaði ég til að fara í blóðprufu og Kasper hringdi í mig og spurði mig hvort mig langaði eitthvað að kíkja á Kenzo x H&M línuna. Ég var búinn að steingleyma að þetta launchaði í dag en ég var rétt hjá einni búðinni þegar hann hringdi. Síðustu samstörf hef ég verið vitni af, Balmain, Alexander Wang og Isabel Marant. Þar hafa verið brjálaðar biðraðir og meira segja tjöld og fólk að mæta einum eða tveimur dögum fyrir til að vera vissum að þau gæti nappað einhverjum flíkum. Ég er ekki sú týpa svo I did not bother að pæla í þessu. Svo já, vildi svo skemmtilega til að ég var niðrí miðbæ og nálægt búðinni og þetta var í kringum 10:30 og búðin opnaði 08:00 í morgun.

Þegar ég labbaði inn þá varð ég örlítið hissa, en samt ekki, en ég kom að þessu;

Processed with VSCO with a8 preset

02

Tóm búð og meira og minna allar vörurnar til. Tvær týpur af bolum og peysur voru reyndar uppseldar, annars var allt annað til. Alexander Wang & Balmain seldist bæði upp á 20 mínútum svo ég var eiginlega pínu hissa. Svo fór ég að skoða vörurnar, og ég var kannski örlítið minna hissa.

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a9 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a9 preset

Processed with VSCO with a7 preset

Fötin voru hreinlega ekki “wearable” fyrir kúnna H&M ef þið spyrjið mig. Það leit allt út fyrir það að ekkert af þessum hafi verið seldar, og mér þykir það ekki skrýtið. Þetta voru ekki flottar flíkur að mínu mati. Fannst þetta pínu rembingur og ofur fasjon, sem höfðar ekki til allra. Ekki það að ég nenni að eyða orku í það, en ég varð eiginlega svona gáttaður, og komst ekki hjá því að hugsa um þessum hundruðum milljóna sem fer í svona samstarf. Nú tala ég að sjálfssögðu um karlalínuna, en mér fannst þetta full-on flobb að bæði Kenzo leyti og H&M að setja ekki spurningamerki í að fjöldaframleiða flíkur sem og þessar.

Þó að 90% af línunni var að mínu mati ljótt þá voru þessi 10% ekki svo slæm, og afþví ég meira og minna átti búðina útaf fyrir mig þá ákvað ég að taka nokkrar flíkur með mér heim;

Processed with VSCO with a9 preset

Processed with VSCO with a9 preset

Processed with VSCO with a7 preset

Kenzo gaf mér allavega ástæðu til að byrja að ganga í litum, AWOOHOO!

TRIBO BY ELSA HARÐAR

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    3. November 2016

    Ég er sammála þér Helgi .. samstarfið er ekki endilega heillandi að þessu sinni. Ég er samt alveg sjúk í bútapeysuna og það er ánægjulegt að sjá að hún var ein af þínum vel völdu flíkum í þessari þægilegu heimsókn í H&M.

  2. Svart á Hvítu

    3. November 2016

    Nei okey ha, keyptiru ekki þessa grænu loðnu peysu? Hahahah þetta er hrikalegt, p.s. þitt stöff er samt næs:)

  3. Steinunn Edda

    4. November 2016

    Sammála – skrítin lína! EN fallegt sem þú fékkst þér! <3

  4. Alda Ægisdóttir

    5. November 2016

    Vá hvað ég er ánægð að lesa þennan pistil… ég hugsaði einmitt það sama, not wearable. Ég er nú ekki mikill aðdáfandi Kenzo, en yfirleit þegar H&M hefur gert svona samstarf við fræg tískumerki, þá hefur útkoman alltaf verið frábær og flýkur við allra hæfi og á allra vörum, sérstaklega hérna í DK. Það var bara ekki tilfellið hér og þess vegna fór þetta kannski líka framhjá mörgum, samasem engar raðir og ekki allt uppselt á 20 mín.

  5. Halla

    6. November 2016

    Fínt sem þú valdir.