Það fór líklegast framhjá öllum að H&M er opnað í Smáralindinni. Samt ekki, en H&M hélt heljarinnar partý daginn fyrir opnunina, þar sem gleðin, var stjórnlaus. Hjá mér allavega. Ég var svo vandræðalega spenntur að komast heim og vera með Trendnet liðinu og svo smella nokkra feita á fullt af fólki sem maður þekkir úr ýmsum áttum sem mættu í þetta teiti. Tíminn allavega gjörsamlega flaug frá mér, ég missti af fullt af fólki en ég átti þó samtöl við nóg af þeim. En fjandinn anskot hvað var gaman. Ég var ein stór tikkandi hamingjusprengja þetta kvöld, veit að þetta er allt frekar dramatískt og mikið, en þetta var svona. Svo ef einhver sá mig hlaupandi þvert yfir búðina, eða heyrði í grameðluhlátrinum mínum, hvað svo sem það var, sorry not sorry.
Takk fyrir mig H&M & Döðlur, djöfull kunniði að halda gleði.
Í teitinu klæddist ég skyrtu frá Norse Projects, leðurjakka frá Acne Studios & buxurnar eru H&M, og skórnir frá Acne Studios, en enginn sér þá so, já.
María Guffa og Melkorkan okkar x
Harpa Kára lét sig ekki vanta
Smá in store shoot með elsku Sögu Sig x
Tveir Trendnet-dólgar, sem hittu Anne Sofie sem er listrænn stjórnandi H&M og fengu smá H&M túr.
.. oog grúppan sem hittust saman með skvísunni í smá spjall og klukkutíma chill eða svo.
Ég sé að það er nnnnnóg að gera hjá H&M, svo vonandi njótið þið vel kæru ízlendingar.
Skrifa Innlegg