fbpx

HLAUPA 100 KM Í ÁGÚST –

HEILSANIKEPERSONAL

Ég setti mér markmið með sjálfum mér í gær, að ég ætlaði að hlaupa 100 kílómetra í ágúst mánuði. Eftir að ég flutti heim þá er ég búinn að vera vinna full time í sjálfum mér, ég datt pínu niður þegar ég bjó á Íslandi og týndi mér örlítið og þessar tengingu sem ég hef lengi unnið að. Svo nú eftir að ég kom aftur til Kaupmannahafnar vissi ég hvað mundi taka við. Að vinna enn betur og meira í sjálfum mér.

Eina orðið sem ég er með mér að leiðarljósi er “mindful” – mér finnst þetta vera svo sterkt og stórt orð. Ég hef alltaf strögglað við að vakna snemma þegar ég gæti alveg sofið í tvo tíma í viðbót, en núna hef ég verið að sofna og vakna til að vakna vel. Ekki þetta “5 mínútur meira, ohh og æ, og “svo þreyttur” blalala” – heldur að passa uppá það að ég vakni til þess að njóta morgunsins. Þetta er það fyrsta sem ég segi við sjálfan mig. Þetta hefur hingað til gengið rosa vel og vona að þetta haldi áfram að ganga vel.

Ég er tildæmis hættur til að æfa til að verða massaður eða ógeðslega flottur eða mega svona og hinsseginn. Ég er byrjaður að æfa til að njóta og passa uppá líkamann sem er einmitt tengt við þetta markmið sem ég setti mér.

Ég ætla að hlaupa 100 KM í ágúst mánuði með þrjá hluti í huga og þeir eru eftirfarandi –

  • Líkamleg velferð, þol, blóðflæði, styrking í core-i –
  • Náttúran, ég er náttúrubarn og ólst upp í klettum, fjöllum, trjám, gróðri, fossum og snjó. Ég hleyp í garði með tré útum allt, eitthvað sem ég umkringist mjög sjaldan hér í Kaupmannahöfn og skiptir mig máli.
  • Hugleiðsla og frekari núvitund og lærdómur – ég hleyp með podcast í eyrunum, yfirleitt fræðandi podcöst, bæði um söguna, einnig um sjálfsvitund og andlega hluti. Ásamt því að ég ætla að byrja að hlaupa með ekkert í eyrunum og nýta tækifærið til að koma hausnum á réttan stað.

Áður fyrr hljóp ég til að verða mjórri, meira tight, þynnri húð á maganum og svo framvegis. Með því að taka það algjörlega út og hlaupa með öðrum forsendum þá hlakka ég til að takast á við þetta markmið í ágúst mánuði.

Ég setti þetta á Instagrammið mitt og bauð fólki að vera með og hjálpast að við að halda okkur við efnið. Ykkur er velkomið að vera með í þessari áskorun og ég gerði grúppu á Facebook þar sem hverjum sem er getur skráð sig og fengið smá pepp hvað þetta varðar – Þið finnið hana HÉR

Ég kem eflaust til að blogga eitthvað um þetta markmið og vona að það sé áhugi fyrir að því – ég hlakka allavega til, þetta byrjar á morgun!!

Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

25% AFSLÁTTUR HVERSLUN NÝTTUR VEL ..

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hæhæ. Vá hvað þetta er hvetjandi, var einmitt að hugsa sama dag að taka þessa áskorun í ágúst, þú ert bara að hjálpa til :D Hlakka mikið til. Með fyrirfram þökk. kv. Þuríður Ósk