fbpx

HERRAVÖRUR FRÁ CLINIQUE

I LIKESNYRTIVÖRUR

Ég fékk að gjöf vörur frá Clinique fyrir ekki svo löngu. Ég var mjög spenntur að prófa þessar vörur, en hafði lengi notað krem frá þeim sem heitir Dramatically Different Moisturizing, ég byrjaði á því að stela því frá mömmu, og endaði svo á því að reglulega kaupa mér það sjálfur í mörg mörg ár. Við erum alveg að tala um sko, 2007 eða eitthvað. Einnig hafa þessar verið nokkuð áberandi hér í Köben finnst mér, svo já. Ég vissi að þarna hefði ég fengið að gjöf virkilega góðar og vandaðar vörur. Þær eru lausar við drasl efni og það er í rauninni það eina sem ég bið um er kemur að snyrtivörum. Ég ákvað einnig að gefa mér ágætis tíma í að prófa þær, í stað þess að prufa þær örfá skipti og svo skrifa um þær. Svo ég hef reglulega notað þær og hef hlakkað til að segja ykkur frá.

Förum yfir þetta:

Face Scrub Exfoliant Visage –
Þetta er held ég einn mest næs andlitsskrúbbur sem ég hef prófað. Hann er mjúkur og kremaður og með nett korn í honum. Það sem er allra best við hann er að hann gefur geðveika kælingu á andlitið eftir notkun, manni líður örlítið eins og maður hafi verið í svona andlitsmeðferð sem stinnir allt saman. Ég er ‘ helt vildt ‘ með þennan andlitsskrúbb og fær 10 af 10 meðmæli frá mér.

Anti-Fatigue Eye Gel
Þessi augnpenni er algjört hit hjá mér. Ég er með mjög þunna húð í kringum augun og fæ mjög auðveldlega bauga ef ég sef lítið, er almennt þreyttur eða bara vetrarfölur. Ég hef oft legið með einhverja fjandans kuldagrímu eða sett skeið í frysti og aðeins reynt að fríska uppá “pretty much dead” lookið sem á til að koma. En ég veit núna að þetta er einhver vara sem ég mun halda áfram að kaupa mér. Ég geymi pennan inní ísskáp og byrja daginn á að rúlla á mér augun og mér finnst ég sjá oft hellings mun. Það er ekkert drasl í þessu og heldur engin lyktarefni sem er stór plús ásamt því að hann endist alveg fáranlega lengi.

Post-Shave Soother 
Ég er mjög hrifinn af þessum, en þetta er silkimjúkt krem sem maður ber á húðina eftir rakstur og þetta gefur smá svona sóthreinsunar-kick. Sem mér finnst algjört must eftir rakstur, þá veit ég að pródúktið er að vinna sína vinnu og passa að allt verði fínt og flott eftir rakstur.

Face Wash 
Ég hef ekki mikið að segja um þennan andlitshreinsi annað en að hann er virkilega mjúkur, sem mér finnst örlítið nýtt við andlitshreinsi. Áferðin er mjúk og ekki eins sápuleg og margir aðrir, það er stór plús fyrir mína parta. Upplevelseð er pínu svona mjúk og ofur clean hreinsir. Pínu svona lúxus.

Moisturizing lotion

Þið getið rétt ímyndað ykkur gleði mína þegar ég komst að því að þetta ágæta rakakrem er meira og minna sama krem og ég talaði um hér efst uppi. Mjööög svipað ef ekki sama krem og ég stal frá mömmu. Allavega sama lykt, áferð og virkni. Ég elska þetta krem, always have, always will! Það er alveg að verða búið núna, svo núna er ég að spara eins og vittleysingur.

Ég er mjög sáttur við að skrifa um þessar vörur, því hér eru um almennilegar vörur að ræða, og maður finnur svolítið fyrir því við notkun.

Takk kærlega fyrir mig Clinique! Hjúts love

ROADTRIP CHEEK

Skrifa Innlegg