fbpx

Hennes & Mauritz, rrreaaaally?

Í H&M er hægt að finna gersemar og flíkur á góðu verði með gott notagildi. Ég hef lítið sem ekkert verið að versla handa sjálfum mér en hef verið að skoða mig um hvað varðar jólagjafir. Gengur ekki vel svo ég skjóti því líka inn.

Allavega, ég er búinn að vera vafra inn og útúr búðum hérna í Kaupmannahöfn að kanna hvað er til og hvað er hagstætt og blalala – allt þetta.

Svo ég fari útí mál málanna (er ekki pottþétt hægt að segja það?) – í karlmannsdeild H&M er hægt að finna einhver fáranlegustu föt sem ég hef séð. Ég manaði mig upp í að grípa nokkrar flíkur sem ég faldi svo með jakkanum mínum á meðan ég labbaði inní mátunarklefann.

Hér má sjá þær glæsilegu flíkur sem ég valdi í þetta skipti.

hmrrreally1

Hér er glæsilegur bolur úr fínu plastbréfakrump efni. Sé mikið eftir honum ..

hmrrreally3

Einstaklega fín svört og græn glimmer peysa.

hmrrreally2

Fínn bolur með netaermum, glæsilegt.

Ásamt þessu voru hvítir netabolir, pallíettuskyrtur, bolur með op á bakinu og hvað ekki.

Ég spyr bara; rrrreally?? Krakkar í Cambodiu og Bangladesh eru að slave-era fyrir 1 cent á dag fyrir þetta?

Kv. Einn með samviskubit að vera versla í H&M almennt.

Eddie Redmayne - Burberry's favorite.

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    9. December 2012

    hahahaha ertu að segja mér að ekki ein af þessum gersemum hafi fylgt þér heim!:) síðasta bolinn hlíturu samt að hafa fundið í kvennadeildinni! :)

    • Helgi Ómars

      9. December 2012

      Ég sé mikið eftir þessum flíkum get ég sko sagt þér! Ein ballíettuskyrtan var líka algjör gersemi – en neeeei, þetta var í karladeildinni, nóg af þeim meira segja, og skiljanlega :)

  2. Inga

    9. December 2012

    Hahahah þessi blái bréfakrumpubolur er ógeðslegur. Mér finnst reyndar glimmerpeysan flott ;)

  3. Úlfar Viktor

    9. December 2012

    Hahaha hversu fyndið.
    Já, svarta og græna glimmerpeysan er reyndar alveg svolítið nett. :)

  4. Myriam

    9. December 2012

    hahahaha… snillingur!! :D

  5. Sigrún

    9. December 2012

    hahaha þetta er svakalegt! Svarti neðsti væri fínn á dömur en djís.. aðeins of! og þessi blái á nú bara heimaá báli….

  6. Eva Rakel

    10. December 2012

    Fæ líka alltaf mega móral eftir að ég hef verslað í h&m…..maður á ekki að styðja þetta.

  7. Helga Eir

    10. December 2012

    Gaman að sjá myndir af þér sæti. Þú ert flottastur.

    xx nafna!

  8. S

    12. December 2012

    hahaha :) En þú flottastur!

  9. Anna

    12. December 2012

    Mér finnst nú ekkert skárra að kaupa flott föt saumuð af litlum skemmdum börnum. Þau eiga bara ekki yfir höfuð að vera að þessu

    • Helgi Ómars

      13. December 2012

      Við gerum það þó öll – því miður :) Flestar af þínum flíkum eru mjög líklega allar saumaðar af litlum börnum.

  10. Thelma

    12. December 2012

    Þið ættuð ekki að þurfa að hafa samviskubit yfir því að versla við HM. Þeir hugsa mikið um að öll virðiskeðjan þeirra sé starfrækt á sanngjarnan hátt og þeir veita mörgum tugum fjölskyldna vinnu við betri skilyrði en oft tíðkast í þessum bransa svo maður ætti að geta verslað þar án þess að fá meira samviskubit þar en annar staðar :)

    http://about.hm.com/content/hm/AboutSection/en/About/Sustainability/Reporting-and-Resources/Case-Studies/bangladeshplan.html