Hið árlega uppgjör í stíl og tískukarlmanna!
Mér þótti engar bilaðar breytingar frá 2013, en þær eru svo sannarlega einhverjar. Ég er í fullum gangi þessa dagana að reyna átta mig árinu mínu sem er að líða, reyna greina hvað ég tek með mér og hvað gerðist. Er einhver annar hérna sem fannst að árið leið eins og bilun?
En já kæru vinir – helstu trend ársins 2014, gjöriði svo vel:
Athleisure:
Það fer ekki milli mála að þessi nýja stefna, Athleisure er helsta trend ársins. Það er í rauninni blanda af sport fatnaði og tísku. Merki eins og Adidas og Nike voru miklir embassatorar í þeim málum ásamt Alexander Wang, og þá sérstaklega samvinnan við H&M. Netasport efnið og þykku mesh flíkurnar sem voru áberandi ár til dæmis. Ég persónulega er trylltur í þetta.
Stærri bomber jakkar:
Bomber jakkarnir hafa aldrei verið eins vinsælir og í ár. Í fyrra voru þeir í minni gerðinni og því meira sem á árið leið þá urðu þeir stærri og þykkari. Merki einsog Alpha Industries vöktu mikla athygli, en þau hafa lengi hannað stóra pilot bomber jakka, ásamt Kanye West jakkarnir undir merkinu Yeezus urðu mjög vinsælir. Stærri merki á borð við Givenchy og Rick Owens kynntu einnig til sögunnar ýmsar næs útfærslur af slíkum jökkum. Ég á nokkra, en mínir uppáhalds eru vintage frá Spútnik Laugarvegi og Our Legacy.
Our Legacy
Givenchy
Áberandi svört & hvít grafík:
Það var mjög óberandi að hafa einskonar grafík á ermum í ár – sem og allsstaðar annarsstaðar á flíkinni. Svart og hvítt réð ríkjum í ár og mun eflaust halda áfram í gegnum næsta ár en stór grafísk print var mikið mixtúran í þeim málum. Hönnuðir eins og Alexander Wang og Riccardo Tisci (Givenchy) voru og eru áberandi í þessum málum ásamt svo mörgum öðrum.
Chelsea boots:
Fassjon múngúllinn og tónlistar maðurinn Kanye West setti Chelsea stígvélin aftur á kúl hilluna, þau voru semsagt kúl síðast á Bítlatímabilinu. Áfram Kanye. Þau eru allavega orðin nokkuð áberandi núna, en eiga hiklaust eftir að verða meira sýnileg með komandi mánuðum. Chelsea boots og skinny-buxur er alveg solid blanda.
Síðir jakkar:
Síðu jakkarnir hafa yfirleitt verið einskonar fancy flík, en hefur skipt aðeins um hlutverk uppá síðkastið og hefur orðið aðeins meira hversdags blandað við smá kúl. Eins og tildæmis við hettupeysur eða jafnvel yfir sport lúkkað outfit. Ekki svo mikið meira yfir jakkaföt lengur, sem er ágætt því mér leiðast jakkaföt. Algjörlega komið á listann minn um hvað skal versla á næstunni.
Heyrðu ég var með þessum manni í Kína, hann er alveg bilaðslega næs.
Normcore:
Normcore stefnan er fáranlega fyndin og nokkuð kúl stefna, pínu írónísk og í rauninni 90’s all over again með blanda af “mér er alveg sama um tísku” sem skapar ótrúlega næs stíl. Háar ljósar gallabuxur, girt flík ofaní buxur, sokkar og inniskór (sem þótti alveg glatað fyrst, en varð svo bara mjög næs seinna meir) til dæmis –
Rifnar gallarbuxur:
Rifnu gallabuxurnar voru ákveðinn kúl factor þetta árið. Það var allavega áberandi á tískuvikum, street style og hjá hinum ýmsu stíl íkonum. Ég púllaði þetta fyrir löngu, en þá var ég bara púkó.
Sneaker-brjálæðið:
Þessi áratugur sem við erum að fara í gegnum fer svo sannarlega á sögunnar spjöld sem sneaker-tíðin. Þetta hefur aldrei verið eins vinsælt og hafa helstu hönnuðir heims farið í einhversskonar samstarf við Sneaker risa eða sjálfir hannað sneaker veldi. Þar má nefna Riccardo Tisci fyrir Nike, Rick Owens fyrir Adidas, Raf Simons fyrir Adidas, Balenciaga og Yohji Yamamoto fyrir Adidas og sitt eigið merki Y-3 og ég gæti í rauninni haldið endalaust áfram. Nike heldur áfram að vinna að trylltum útgáfum, en nú er fólk að fara yfirum yfir nýju línunni Huarache. Adidas Superstars og Stan Smith skórnir voru einnig nálægt því að ná heimsyfirráðum.
Það er nóg eftir hjá Sneakerunum ..
Adidas Stan Smith
Raf Simons fyrir Adidas
Nike Huarache
Riccardo Tisci fyrir Nike
Rick Owens
Maison Martin Margiela
Balenciaga
Rennilársar á öllu:
Rennilásanir duttu ekkert útúr tísku í ár en þeir bættust bara við á flíkur ..
xxx
Skrifa Innlegg