Helgin mín var eiginlega aðeins of góð. Ég leigði sumarhús með fjórum öðrum á besta stað á Sjálandi. Ég þurfti svo ótrúlega mikið á þessu að halda. Bara að komast útúr Kaupmannahöfn og anda að sér fersku lofti, finnst ég hægt og rólega kafna í svona stórborg, enda vanur allt öðru. Ég eiginlega hvarf í mína eigin búbblu þegar ég stóð við ströndina. Sumarið mitt hefur ekki verið uppá marga fiska, svo mér fannst ég vera að anda almennilega í fyrsta skipti í langan tíma, eins ótrúlega dramatískt en það hljómar. Sá líka hvað það er ótrúlega mikilvægt að brjóta upp hversdagsleikann og gera eitthvað annað, fara eitthvað annað. Við eyddum saman alls ekki eins miklum pening og ég hafði búist við, svo ég hlakka strax til að gera eitthvað eða fara eitthvað næst ..
Þessar tröppur fylgdu bústaðnum sem við leigðum sem aðeins við höfðum aðgang af, algjör lúxus.
Einum of fallegt ..
.. ooog beint heim að grilla! Við náðum okkur sjálf í ferskan maís á svona maísakri nálægt húsinu, ég hafði litla trú á að þetta yrði eitthvað brjálað gott, en þetta var án efa besti maís sem ég hef nokkurntíman smakkað, ég hef yfirleitt smakkað bara úr einhverju plasti úr Krónunni, en þetta var frrressh.
Bústaðurinn fíni ..
Danirnir í lúmsku sjokki vegna sósu notkun minni, ég útskýrði fyrir þeim að Íslendingar drekkja öllum mat í sósu, er það ekki pínu rétt hjá mér? Það er allavega þannig hjá mér, og fólkinu í kringum mig!
Maíssinn fallegi ..
Svo vorum við svo flippuð að við spiluðum Bingó, sem var reyndar úber gaman. Kom skemmtilega á óvart ..
Í fyrsta skipti í langan tíma vaknaði ég ekki og kveikti ekki á tónlist og þætti og fann mér eitthvað að gera eða til að klára eða hvað svosem það var. Bara kósý og hljótt.
.. og morgunmatarhlaðborðið.
.. ooooog út að njóta! Mette, þessi í svarta bolnum var oggu ponns fimmta hjólið, hún á kærustu í Bandaríkjunum, en hún var algjör snilld. Við vorum ekkert í sleik allsstaðar, alls ekki. En þið vitið, hún var snilld hvað hún var svona calm and easy. Ég hefði persónulega held ég ekki meikað það.
Hair on point ..
Hair on point VOL 2
.. Hair on point VOL 3
Hversu næs?
Á leiðinni til Gilleleje fundum við flóamarkaðsparadís í svona gamalli, einhversskonar hlöðu ..
Mætt til Gillileje, og við ÞURFTUM bara að fara á þennan legendary stað sem allir Danir fara á, mjög vinsæll staður í Gillileje. Danir og stolt, ég er að segja ykkur það. Þetta átti bara að vera stórkostlegur fiskur og blalala. Ekki fyrir Íslending eins og mig, þetta var djúpsteikt rasp drasl með smá sneið af fisk, sem var af öllum líkindum búinn að liggja í frosti, aaaw’heeeel no! Þeim fannst þetta best í heimi.
Mér fannst þetta bara svo agalega góð mynd af mér ..
Ég er gjörsamlega veikur fyrir gömlum byggingum og húsum, svo við fórum í Frederiksborg kastalann, svo flott.
.. oooog heim!
Skrifa Innlegg