Helgaspjallið seinkaðist örlítið vegna mikillar vinnu, EN! Næsti viðmælandi heitir Gunnar Gylfason en ég rakst á hann á instagram og er búinn að vera followa hann aðeins og mér finnst hann einstaklega kúl. Hann er allskonar, semsagt samkvæmt instagraminu sínu “Mathematics and Computer Sciense Student” sem þýðir þá væntanlega stærfræði öö .. tölvuvísinda nemi, damn. Allavega, hann er líka kraft & ólympíska lyftingagúru, ásamt því að vera mikill smekksmaður. Finnst hann allavega rugl svalur og ég spurði hann fullt af spurningum fyrir ykkur til að lesa, gjörið svo vel;
Nafn: Gunnar Gylfason
Aldur: 26 ára
Stjörnumerki: Meyja
Þrjú orð um þig: Traustur, hress og metnaðarfullur
Instagram: @gunnigylfa
Hefuru alltaf verið í íþróttum?
Ég æfði fótbolta með Stjörnunni frá 6-10 ára aldurs þegar ég skipti yfir í handbolta. Ég æfði handbolta þar til ég var 21. árs og eftir það lagði ég meiri áherslu á lyftingar einungis og fór að æfa Crossfit haustið 2011. Ég tók mér hinsvegar tveggja ára pásu frá lyftingum og byrjaði nú aftur af krafti vorið 2014 og hef verið að keppa bæði í kraftlyftingum og ólympískum lyftingum síðasta árið.
Hvenær byrjaðiru í lyftingum og afhverju?
Hafði verið að æfa sjálfur eitthvað heima með handlóðum sem ég fékk í jólagjöf 15 ára, örugglega eitthvað inspiration frá Rocky myndunum sem maður sá á þeim tíma. Ég byrjaði hins vegar í lyftingum í kringum af viti í kringum 16 ára aldurinn, ég hef alltaf verið frekar sterkbyggður þannig að lyftingar voru eitthvað sem ég fann mig í. Svo er það eitthvað sérstaklega gefandi við það að vera alltaf að bæta sjálfan sig.
Hvernig kemuru þér í gírinn á letidegi?
Ég passa mig að hafa alltaf eitthvað æfingaprógram sem ég fylgi þannig að þegar það koma dagar þar sem ég nenni algjörlega ekki að æfa þá neyðist ég til að fara því annars fer allt prógramið úr skorðum. Ég er mjög vanafastur og vill hafa hluti frekar skipulagða þannig að óþægindin við að þurfa breyta plönum eru letinni sterkari. Þannig ég enda alltaf á æfingu þótt ég nenni ekki.
Hvernig hljómar dagur í lífi Gunnars?
Þar sem að ég er í skóla þá eru dagarnir mínir oft mjög mismunandi eftir því hvernig dagskráin er í skólanum. Ég reyni alltaf að ná inn teygju og öndunaræfingum eins snemma dagsins og ég get. Ég fylgi teygjuæfingum á síðunni Romwod.com en það er síða sem kemur daglega með nýjar teygjuæfingar og eru ætlaðar til að auka liðleika og undirbúa mann fyrir átök dagsins, mæli hiklaust með henni. Ég er alls ekki mikil morgunmanneskja þannig þetta er oftast í kringum hádegi. Síðan er það æfing seinni part dags oftast svona 17:30-20:00 og svo borða ég og læri eftir æfingu. Ég æfi 5-7 daga vikunnar en það fer eftir æfingaprógraminu sem ég fylgi hverju sinni hversu oft það er í viku.
Tekuru einhver fæðubótaefni? Ef svo, hvaða?
Í dag þá er ég að taka BCAA fyrir æfingu, glútamín fyrir og eftir æfingu og kreatín og prótein beint eftir æfingu. Ég reyni að velja mér eitthvað eitt fæðubótarefnamerki sem ég treysti og held mig við og hef ég verið mjög ánægður með vörurnar frá Optimum Nutrition sem fást í Perform.
Hvað með mataræði?
Ég reyni að borða oftast hollan mat eftir bestu getu. Ég borða mikið af eggjum og höfrum en þegar það er mikið að gera í skólanum þá hef ég minni stjórn á mataræðinu en reyni að hafa það hollt. Ég miða við ákveðinn fjölda hitaeininga á dag hef nokkuð góða tilfinningu fyrir hversu mikið og hvernig mat ég get borðað til að ná því viðmiði.
Áttu þér eitthvað guilty pleasure?
Það væri þá helst pizza ef ég ætti að nefna eitthvað sem ég er veikur fyrir og jú Twizzlers sem er rautt lakkrísnammi og er sem betur fer ekki selt oft hér á landi. Kaupi mér oft 1kg af twizzlers ef ég er staddur í Bandaríkjunum.
Hvað finnst þér must-have að eiga þegar maður stundar lyftingar?
Fyrir mér er mikilvægt að eiga lyftingaskó til að gefa aukinn stöðugleika og liðleika í ökklum þegar maður framkvæmir t.d. hnébeygjur. Lyftingaskór manni því kleift að framkvæma æfinguna betur. Aðgengi að góðri foam rúllu er líka algjör must til að losa um stífa vöðva.
Hvað finnst þér almennt must-have fyrir stráka að eiga?
Ætli það það séu ekki bara einfaldir hlutir. Vel sniðnar gallabuxur og svartur bolur eru flíkur sem eru klassískar og fara flestum vel. Chuck Taylor Converse skór eru líka eitthvað sem ég er mikið að vinna með.
Eitthvað á fasjon óskalistanum?
Fyrir sumarið eru það Stan Smith skór og kannski að uppfæra sólgleraugun mín, Wayfarer eða pilot týpu.
Einhver ráð fyrir stráka og stelpur sem vilja ná árangri í lyftingum eða íþróttum almennt?
Besta ráðið sem að ég gæti gefið varðandi lyftingar er eitthvað sem ég á hvað erfiðast með að fara eftir sjálfur en það er að vera þolinmóður og að hugsa ekki bara um að lyfta þyngra og þyngra heldur að framkvæma lyfturnar rétt og passa að formið sé rétt. Því ef að formið er í lagi er maður mun með tímanum geta lyft mun meiri þyngdum en ef maður hunsar formið og notar einungis styrkinn.
Skrifa Innlegg