Helgin byrjaði alls ekki glamúrös. Alls ekki ..
Eftir að ég rakaði af mér hárið þá var mér góðfúslega bent á það að ég væri mjög hvítur, að ég væri með badboy look og liti út eins og ég ætti heima í ghettó-inu. Ég gat glatt mig með þeirri staðreynd að hér í Köben er búin að vera góð og mikil sól í marga marga daga og böggað mig á því að ég vinn inná skrifstofu. Svo ég tók þá ákvörðun að leyfa mér að fara í ljós –
Ég fer sjaldan í ljós, en ég fann smá desperasjón og jú, eitt skipti getur ekki drepið mig.
Svona endaði það;
Ég ekki bara brenndi á mér bakið (bakið?! Allan líkamann), ég sauð það. Ég var úti allan daginn eftir í miklum sársauka í svartri peysu og svörtum jakka í glampandi sól að leita af módelum, sem þýðir stanslaus hiti, sem þýðir, áframhaldandi bruni. Það tók mig yfir 5 mínútur að rífa bolinn af líkamanum á mér þegar ég vaknaði, blanda af Aloe Vera, soðnri húð og bolurinn, þá sat hann pikkfastur við húðina og var svo gott sem farið að grafa sig ofan í húðina. Ég eeeeemjaði. Tvær klukkustundir af frosnum handklæðum, og reyna pulla mind before body. Ljós aldrei aftur – ALDREI FARA Í LJÓS KÆRU VINIR!
Þessi tramatíska upplifun stoppaði mig ekki frá því að mæta í afmæli Siennu vinkonu. Ótrúlega skemmtileg sumarsstemming!
Við skulum mest lítið vera taka mark á þessari mynd hér fyrir ofan – við vorum ekki eðlileg á einni mynd, svo ég valdi eina af handahófi.
Helgi, Kristín & Hófí.
Sienna, stórkostlegur gestgjafi. Skemmti mér dásamlega!
Skrifa Innlegg