Ég er að skrifa þetta akkúrat núna því ég var að komast í lest sem er með internet sambandi og er ekki enn búinn að komast heim til mín eftir ferðalagið langa. Ég er svo gott sem búinn að vera í lúmskri internet meðferð. Afhverju? Jú, ég arkaði inní blessuðu ferjuna með tösku með fullt af allskonar vinnu sem ég ætlaði í hægindum mínum að skila í ferjunni. Því 48 tímar af siglingu MEÐ wifi (stendur greinilega á heimasíðunni þeirra), þetta var eins og draumavinnuaðstaða.
Þetta fór þó beint uppí óhreint rassgat þegar ég var búinn að horfa á skipið yfirgefa fallega Seyðisfjörðinn minn og ég fór í resepsíonið. “Við erum ekki með internet því miður, erum ekki búin að vera með það í tvo daga.” Ókei, ég er svo jákvæður að ég fór að vona og hugsa með mér að þetta muni nú blessast, internet eru jú svo hraðvirk og skemmtileg. Hægt er að vinna wifi á hverju götuhorni og berskjaldaðari náttúrunni. Ég sagðist þó þurfa að sinna mjög mikilvægari vinnu og ég yrði í miklum vandamálum ef ég gerði það ekki (ætla ekki að taka það af sjálfum mér að ég hljómaði mjög merkilegur, því þetta var bullandi sannleikur) –
Ritstýran mín var þó mjög góð og sagði mér að vera ekkert að stressa mig þegar ég skrifaði til hennar þegar ég kom í land, ó sú. Ég sem misskildi sjóveiki við netleysið og stressið.
Jæja, netlaust skip í 48 klukkustundir! Hvað var hægt að gera ..
Ég reyndi að sannfæra sjálfan mig að armbeyjur á haus eru mjög sniðugar og skemmtilegar, eins og fólkið í Crossfit gerir. Ég gerði hálfa, og hætti því svo, því þetta mun aldrei verða skemmtilegt né gáfulegt. Ég sat uppá dekkinu og hugsaði með sjálfum mér “why me?” (netleysið þið vitið), ég svaf alltíallt örugglega 36 tíma. Það var reyndar ánægjulegt. Skipið vaggaði manni svo sannarlega til svefns. Þar á milli borðaði ég haribo snuddur, djúpur, súkkulaðipopp, epli (eitt epli samt bara, nammið var betra) og drakk fullt af vatni sem ég kom með að heiman. Amma mín sagði að vatnið væri vont þarna. Ég horfði á Spiderman mynd og pólitík á DR1 sem var hægt að horfa á í sjónvarpinu.
Þegar við komum í land var ferðalagið ekki búið, ónei ónei. Taxi frá skipinu, lest frá Hirsthals til Hjørring, klukkutíma bið í Hjørring í milljónstiga hita, þaðan til Álarborgar, taxi til að sækja bíl, keyra til Holsterbro (langt í burtu), Holsterbro í grárri ónýtri draugalegri lest til Frederecia .. og hér er ég. Með sólsetrið útum gluggann og enn móður eftir að hafa lyft 60 kílóa (vandræðalegt magn af goji safa, hámarki og súkkulaðipoppi) ferðatöskunni minni í farangurshólfið.
Þetta var skemmtileg upplifun! Ég lýg því ekki. Þegar ég kem heim ætla ég að gera mér grænan djús með viðbjóðslega mikið af engiferi og hvítlauk og hreinsa þennan haribo snuddu súkkulaði líkama.
Kveðja úr lest, einhversstaðar á milli Slagelse og Greve!
Ég ætla ekkert að neita að ég fór þaðan með miklum trega, oj bara miklum trega. Akkurat þaðan, það sem ég stóð vinkaði ég systur minni frá nýja húsinu sínu, mömmu frá Landsbankanum, vinkonu minni í sínu nýja húsi og pabba á svölunum í vinnunni sinni. Ef ég væri aðeins veikari týpa, þá hefði ég farið að skæla, ég lofa.
Þrátt fyrir að ég sé þrútinn og þreyttur á þessari mynd þá gat ég ekki sleppt henni. Þessi huggulegi maður okkur á vinstri hönd, talaði, hraut, og gaf frá sér dýrsleg óhljóð í svefninum sínum. Elsku kallinn ..
ó <3
Ekki í fókus, frábært.
Æ þetta var fallegt.
Skrifa Innlegg