Oh, ég var búinn að gleyma þessum myndum. Ég man ekki hvort ég hafi skrifað það áður, en að vera heima í sumar var svo mikil fullkomnun. Það er ótrúlegt hversu mikla ást þú getur borið fyrir heimabænum þínum. Kærastinn féll einnig kylliflatur.
Ég eiginlega trúi ekki hvað ég er lítið þarna – en ég veit að einn daginn verð ég kominn með hús á Seyðisfirði! Gamalt og fínt og fallegt.
Á Seyðisfirði er hægt að labba á stað sem heitir Skálanes þar sem náttúran er stórkostleg, og dýralífið einstaklega mikið. Þar er einnig heitapottur og hús þar sem er boðið uppá heimilislegan mat. Á leiðinni er ástarströndin og ótrúleg náttúra.
Kæru vinir, þið sem ekki hafið farið til Seyðisfjarðar, fariði .. helst í gær, en allavega næsta sumar. Þvílík og önnur eins paradís.
Á meðfylgjandi myndum eru systir mín Dagný, litli bróðir Arnar, kærastinn Kasper og hundurinn minn Tíbrá! Mamma var reyndar með – en engar myndir af henni, ég redda því seinna.
Hér eru nokkrar myndir;
Skrifa Innlegg