Ég og hubby erum búnir að vera nokkuð duglegir að safna í búið uppá síðkastið en við höfum verið að taka þetta allt saman svona step by step. Við byrjuðum á því að kaupa nýjan sófa og borðstofuborð og snérum stofunni við og þá einhvernveginn settum við í þriðja gírinn. Mjög skemmtilegt ferli og erum núna komnir inní skemmtilegur díteilana þegar aðal húsgögnin eru komin á plads.
Það kom hugmynd í fyrradag um að kaupa KitchenAid hrærivél í eldhúsið sem ég setti stórt spurningarmerki við þar sem hvorki ég né Kasper erum miklir bakarar. Hugmyndin var þó framkvæmd og eigum við von á henni á morgun, frekar flippað.
Ég tek almennilegar myndir við tækifæri, en þangað til ..
Ég var kominn með ógeð af ljótu Ikea leirtauginu svo ég tók að mér að sanka að mér allskonar, bæði nýtt og á flóamörkuðum.
Skrifa Innlegg