Núna er 10 október og ég bý í Kaupmannahöfn eins og svo margir aðrir Íslendingar. Flestir þessir Íslendingar vilja jú allir komast heim, eins og ég. Sem þýðir það að flugin seljast á ljóshraða og flugmiðaverðin þrjóta upp eins og ragettur.
Svo ég fríkaði út í gær og pantaði og pantaði og pantaði, heim, tilbaka, Reykjavik til Egilsstaða og svo framvegis. Ég tók engar áhættur þetta árið og kreditkortið fékk aldeilis að brenna & bráðna.
Í júní á næsta ári ætla ég að panta jólaflugin, húrra fyrir því.
Þetta minnir mig einnig svo skemmtilega á það að ég er að koma til landsins eftir 5 daga – eða á næsta þriðjudag!
Ég er svo spenntur að ég er lúmskt að búast við lúðrasveit og forsetanum við komu mína! Mikið verður þetta gaman ..
Skrifa Innlegg