Ég og litli bróðir minn, hann Arnar Bogi ákváðum að við mundum fara í bíó síðasta kvöldið hans í Kaupmannahöfn, sem við jú gerðum. Við fórum á myndina The Maze Runner og hún er sko, nei, hún er fáranlega góð. Svo góð að ég gleymdi að blikka augunum, að pissublaðran mín var springa og þeirri staðreynd að ég var mjög þreyttur þegar ég mætti í bíó-ið. Allt hreinlega gleymdist og myndin var það eina sem skipti máli, því án gríns, hún var geðveik! Mæli með henni!
Meira segja plakatið gefur mér spennings tilfinningu. Tip top ..
Þennan sama dag mætti haustið, sko skall á, eins og blaut tuska í andlitið. Fyrr um daginn var ég verr klæddur og varð skítkalt en nýtti tækifærið um kvöldið til að rífa út nýja jakkann minn sem fékk ekki að njóta sín nógu vel síðasta vor. Þvílík sæla. Ég er að elska hann.
Jakki/Úlpa: Arnarhóll frá 66°Norður / Buxur & skór: Adidas
Outfit: H&M / Skór: Hype
Skrifa Innlegg