fbpx

Haust í Köben.

Ég fór í hjólatúr um daginn með Justinu sem ég bý með hér í Köben. Veðrið var dásamlegt og laufin af trjánum féllu eins og snjókorn.

Það er ótrúlega fyndið hvað maður er latur að fara út og njóta náttúrunnar, alltaf önnur erindi sem tengist miðbæ og menningunni. Í Kaupmannahöfn eru endalaust af görðum og stöðum sem gefa manni náttúru og eitthvað fallegt að horfa á. Útum allt, eiginlega á hverju horni. Við fórum út og hjóluðm um garða og fórum í kirkjugarð. Í honum voru grafirnar steinar sem lágu á jörðinni og við hliðin á þeim voru tré. Fannst það svolítið heillandi, veit ekki afhverju. Kannski að túlka líf einstaklingins á einhvern hátt, eða byrja nýtt líf þegar eitt endar, ég hreinlega veit það ekki. En mér þótti það fallegt. Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar á þessum fallega haustdegi.

haust6SMALL haust8small haust7SMALL haust1SMALL haust2SMALL haust3croppedSMALL haust4

Algjör kosý dagur hjá mér! – Sem er bara lang best :)

Bolur: Samsøe Samsøe

Peysa: H&M

Gallavesti: ZARA

Leðurjakki: ZARA

Buxur: Mundi

Skór: Reebok

Húfa: ASOS

Photoshoot!

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Halla

    27. October 2012

    Buxurnar æði. Mundi flottur….