Tívolí-ið hér í Kaupmannahöfn er eins og þið mörg kannski vitið, frekar skemmtilegt. Það sem er ennþá skemmtilegra er að núna er Halloween í Tívolí. Gotharinn sem lifir enn sterkt inní mér er yfirþyrmandi ánægður með það! Þarna eru ótrúlega óhugnandi starfsmenn og Danirnir kunna alveg að “dress to impress” og er garðurinn allur klæddur í stórkostlegum Halloween búning.
Ég og hinn helmingurinn gerðum okkur gott kvöld og fórum og fengum okkur stóra & feita steik og fórum svo í Halloween Tívolí.
Ég leyfi myndunum að tala sínu máli;
Sjálfsmyndir eru bara svo skemmtilegar! ÞÆR ERU SVO SKEMMTILEGAR.
Ég er að reyna plögga honum Fálkaorðu fyrir að horfa niður, hann er allavega ógeðslega góður í því.
Hér keypti ég allar jólagjafirnar í ár, það var meira segja lúðrasveit á móti sem spilaði “What makes you beautiful” – kid you not.
Kærastinn sagði að ég liti svolítið út eins og grameðla á þessari mynd – já, ég veit ekki, er enn að melta það. Þarna var hann örugglega að hlægja af mínum brandara og ég að hlægja enn meira að hlægja af mínum brandara, því ég er svo fyndinn.
OUTFIT
ÉG:
Derhúfa: H&M
Bolur: Soulland
Hettupeysa: H&M
Jakki: SELECTED
Buxur: ZARA
Skór: Nike Woven
HANN:
Bolur: ACNE
Peysa: H&M
Jakki: Our Legacy
Chino buxur: WHYRED
Skór: Nike Woven
Skrifa Innlegg