fbpx

HAAALLÓÓÓ BANGKOK!

PERSONALTRAVEL

Ég get svo svarið það að mér líður örlítið eins og ég sé kominn heim. Ég gjörsamlega ELSKA Thailand svo mikið að ég gæti búið hérna. Ég sver. Samt bara í bitum, ekki alltaf. Ég elska líka Ísland.

Í dag er reyndar annar dagurinn minn hér. Það tekur mig alltaf smá tíma til að jafna mig á tímamismun og sérstaklega eftir löng flug. Ég sef yfirleitt alltaf smá í flugunum en ég elska líka að horfa á myndirnar sem eru í boði. Ég mætti til Bangkok að kvöldi til og var sofnaður kl 02:00. Ég vaknaði kl 09:30 og það voru 32 gráður og sól úti, ég borðaði tryyylltan morgunmat á hótelinu og fór svo upp og ætlaði svo að smyrja mig í sólarvörn og hlamma mér út við sundlaugarbakkann og tana. Ég ákvað að leggjast uppí rúm í 2 mínútur eftir morgunmatinn, enda búinn að borða gjörsamlega yfir mig. Næsta sem ég man var ég að vaknaði við sjálfan mig skella upp svona sterku hrjóti og vaknaði kl 15:00. Flott Helgi. Sólin farin og dagurinn hálfnaður.

Ég nýtti þó restinni af deginum niðrí Bangkok! Heeh.

Í dag er að sjálfssögðu ekki sól, en ég ætla þó út að njóta – eigið góðan!

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

NEW IN FYRIR TÆLAND -

Skrifa Innlegg