Síðustu dagarnir að jólunum voru með eindæmum fínir. Það er ótrúlega fyndið hvernig tilhlökkunin hefur breyst, áður var það aðfangadagur en í dag er þetta að komast heim. Hausinn á mér var kominn heim langt á undan mér, og síðustu daga uppí vinnu var ég voðalega mikið bara að dunda mér við vinnuna mína. Ég hlustaði á Léttbylguna á Visir.is og mér fannst pirrandi auglýsingarnar einhvernveginn draga mig heim. Frekar fyndið ..
Ég er stoppaði í Reykjavík í góða rúmlega þrjá daga og það var eiginlega alveg mega næs ..
Þessi mætir og lætur öllum líða vel með sjálfan sig, nei djók, alls ekki. En hann er mjög nice, so all is good.
Það er allt að gerast hjá strákunum okkar fyrir næsta Fashion Week, alveg hreint. 8 strákar fara út í öll castings á öllum Fashion Weeks og fimm strákar eru bókaðir í Exclusive show (sem þýðir að hönnuðurinn flýgur módelið inn og enginn annar hönnuður á Fashion Week má nota hann) – og ég á 7 af þessum strákum, schnilld.
.. JuleFrokost með vinnunni, sem þýðir í rauninni að fara út að borða fyrir vangefið mikinn pening. Þarna má sjá rétt sem samanstóð af grænkáli og tveimur hörpuskeljum á tvöþúsund og fimmhundruð kjéééll. Ekki misskilja mig, ég ofnotaði alveg tækifærið #noregrets
Við borðuðum á nýjum stað sem heitir Otto og fyrir ofan má sjá, held ég, án þess að grínast, besta sem ég hef borðað. Þetta var semsagt humarsamloka, mjög lítil, og ffffffffffffokk.
.. þetta var eitthvað svona Aioli með kálfakinnskjöti. Ég verð að fara vera grænmetisæta ..
Desert! Ís og ostur, mjög skemmtileg blanda. Ég fékk mér reyndar fleiri rétti, eins og tildæmis ostrur, humarhala, þorsk og allskonar meira. Þau keyptu sér drykki fyrir fullt af pening og ég balanceraði það með því að éta eins og bavíani.
Jökla úlpan mín kemur sér ágætlega að öllu leyti ef mér er kalt, á morgnana klæði ég mig í hana tildæmis, og kúr uppí sófa í úlpunni hafa verið ófá. Mjög praktísk flík.
Í Reykjavík vann ég að stórskemmtilegu verkefni með þessum drottningum, Gullu Jónsdóttir Arkitekt par excellence og Þóra Margrét. Ansi góðir tökutakar stútfullir af hlátri og gleði. Hlakka til að segja ykkur meira ..
Ekki bara speglaselfie, heldur í einhversskonar list, sem er spegill og meira. Level up speglaselfie thank you!
Svo er að sjálfssögðu absolút möst að kíkja á næturlífið, sérstaklega þar sem ég elska að hafa gaman í Reykjavík. Köben er ekki beint snilld þegar kemur að því, svo ég kem með uppsafnaðan partýpúka til Reykjavíkur að hverju sinni, powsa. Ingileif vinkona er yfirleitt sú sem ég suða í og dreg með mér út, enda fátt skemmtilegra en að dansa við hana.
Þessi er mér mjög mikilvæg! Gleðin var yfirgnæfandi á Frederiksen þetta kvöldið ..
.. OOOOOOOOOG HEIM!!!!! Anskotans gleði. Ég reyndar var alltof seinn afþví ég var fastur í umferð í rúmar 20 mínútur. Og ég er óþolinmóður með road rage, þið getið rétt ímyndað ykkur ..
Skrifa Innlegg