Eftir Bali, keyrðum við upp til Padang Bai þar sem við tókum bát til Gili eyjarnar. Eyjarnar eru þrjár, Gili Trawangan, Gili Air og Gili Meno og við völdum Gili Meno, en við vissum að við vildum chilla extravaganza.
Við höfum flest heyrt um Gili eyjarnar, ég ætla ekki að ljúga að ykkur, ég var búinn að sjá fyrir mér, grænn skógur með litlum eðlum og veit ekki, páfagaukum, eitthvað svona Maldívueyjar, lúxus. Svo ég get aðeins sagt að mér hafi aðeins brugðið þegar ég mætti. Við ákváðum að leigja einhvern random bát frekar enn að fara með hóp af fólki frá Trawangan og gaurinn henti okkur bara einhversstaðar út. Þar sáum við hestavagn, og gaurinn á hestavagninum “YEEEES HOTEL” og jú, við enduðum á því að fara með þessum manni, og hestinum hans á hótelið okkar. Þarna voru geitur, kýr, bál, grátt, dauð tré, litlir bungalowar og ég var drrrullu hissa. Hvar er fólkið? Hvar eru veitingastaðirnir?
SVO, ég var svolítið tregur að komast í Gili gírinn. En ég get þó sagt ykkur, að í lokin þá ELSKAÐI ég þetta.
Hótel garðurinn okkar var mjög fallegur, þessi blóm uxu á hverri mínútu, poppuðu upp eins og hnerr, og svo á hverju degi féllu þau í sundlauginni sem fylgdi með villunni og á morgana baðaði maður sig í svona blómabaði, sem var mjög krúttlegt. En svo á hverjum degi fyrir hádegi kom maður og veiddi þau uppúr og rakaði allan garðinn.
Við eyddum svooo miklum tíma á þessum baunapúðum fljótandi í lauginni að djúpsteikja.
Sæti kagglinn minn
Gaman að segja frá því að á eyjunni er ekki einn bíll, eða vespa, eða annað með vél held ég. Allavega sá ég það ekki. Á hótelinu fengu við hjól, sum þreyttari en önnur, og svo hjóluðum við bara útum allt. Vegirnir fáir en nokkrir, mest svona stígar útum allt. Þetta var algjör eyðieyja svo má orða. Í lokin var ég bara kominn í lítinn indónesískan smábæ, sem ég fór að elska meira og meira með hverjum deginum.
Svona voru vegirnir flestir og allt í þessum stíl, við ætluðum alltaf að finna þennan stað og borða þar. En við fundum hann ekki aftur. Við vorum ekki alveg búnir að læra á eyjuna áður fórum, en svona sirka. Svo eyjan kom sífellt á óvart.
Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, en eyjan var mest svona. Þess vegna varð ég svona ógeðslega hissa þegar ég kom fyrst, og fór í smá fýlu. Svo eins og ég segi, vandist þetta mjöög fljótt.
Annað dæmi, þarna býr fullt af fjölskyldum, og mjög fátækt svo það var líka magnað að fylgjast með þessari menningu sem fannst á þessari litlu eyju.
Ég ætlaði að fara þangað inn í Bambus tattoo, en þetta var eins og eitthvað voodoo kastali og þarna voru FULLT af dýrum, og gaurinn var out of town þegar ég loksins fór og ætlaði að hitta hann. Hænur, hanar, og allskonar allt þarna. Þetta var tryllt.
Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars
Skrifa Innlegg