fbpx

FYRSTU DAGAR Á KOH LIPE –

PERSONALTRAVEL

Hvað get ég sagt, ég vakna, fæ mér gríðarlega djúsí morgunmat, grænt te og ferskan appelsínusafa. Svo aftur sólarvörn og út í sólina. Nei ókei, þetta er eflaust óþolandi að lesa, lífið hérna gæti ekki verið meira ‘ carefree ‘ – mér finnst þetta allt vera svo heimilislegt og mér líður bara svolítið eins og ég sé í sumarhúsinu mínu og aaalgjörlega í mínu zen-i. Máltíðarnar kosta á milli 280 og 400 kr íslenskar, ég næ í mangó smoothie á hverjum morgni, troða ofan í mig longan ávexti, rölti ströndina, æ vitiði hvað ég á við?

Þetta er bara svo gjörsamlega andstæðan við lífið eins og við þekkjum það að það er hálf sturlað. Ég gæti ekki hvatt ykkur nóg til að skella ykkur til Tælands. Jú miðinn er kannski dýrari, en hér kostar ekki mikið að lifa.

Ég gleymdi myndavélinni örlítið fyrstu dagana, en núna er að detta í nóg af myndum til að henda á bloggið –

Kvöldrölt á ströndinni –

Mittistaskan er frá 66°Norður x Soulland, algjört must að hafa með í svona frí

Þessi verður náttúrulega sót tanaður með því að hugsa um sólina.

Yndisleg krakkarassgöt sem voru að spila og syngja á dósir og gamla brúsa. Ég gaf þeim 100 baht, sem eru tæpar 400 kr íslenskar að þau öll risu upp og fóru að dansa og syngja. Þau voru ekkert smá glöð með peninginn.

Þau vildu líka myndir, fannst geggjað að fá að sjá útkomuna á skjánum –

Þá er komið að mínu hjartans máli á þessari eyju, og það eru heimilislausu hundarnir. Ég kaupi pulsur á hverju kvöldi og gef þeim sem búa á götunni minni, ásamt því að kaupa hundamat og reyna fela litla matarhóla nálægt þeim. En þeir eru mjög litlir í sér og geta orðið aggressívir við aðra hunda ef þeir fá mat. Mér finnst hrikalegt að horfa uppá þetta og er lauslega farinn að halda að köllun mín í lífinu er að flytja hingað og opna skjól handa þessum hundum, þar sem hægt væri að annast þá örlítið meira.

Þetta yndi alltaf á þessum stað, á hverju kvöldi. Hann hefur fengið ófáar pulsur þessi sæti kall.

og kallinn minn –

OUTFIT:

Derhúfa: Gucci
Skyrta: H&M
Buxur: Nike
Mittistaska: 66°Norður x Soulland

Nóg að gera hér:

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

HAAALLÓÓÓ BANGKOK!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Margret Auður

    15. March 2018

    Flottar myndir, fallegt hjá þér að hugsa um hundana. Staða heimilislausra dýra er svo hræðileg víða :(

  2. Halla

    16. March 2018

    Fallegar myndir og börn.