Palli besti vinur minn varð 28 ára þann fyrsta apríl og þetta var á mánudegi, og ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að skemmta vini mínum öðruvísi en að bara ‘ hang out ‘ þið vitið. Ég er búinn að vera pínu upptekinn að læra að baka og gera flottar tertur svo mér datt í hug að nýta tækifærið og hvorki meira né minna baka handa kauða í tilefni af afmælinu hans. Ég er nokkuð mikill skítamixari svo ég fann köku sem ætti að vera negla og svo ætlaði ég að gera hina fínustu köku, en alveg með það í bakeyranu að ég væri af öllum líkindum að fara fokka þessu upp. A for effort ekki satt??
Kakan kom þá ágætlega út, ég þekki tæknina betur í dag og sé hvað ég gerði rangt en hún var fjandi krúttleg. Extra Íslensk sykurSPRRRRENGJA –
Hún heppnaðist semsagt svona:
Það var semsagt páskaþema og þetta var bara mjúk súkkulaðiköku uppskrift og svo smjörkrem (50/50 smjör og 50/50 smjörlíki) með allskonar gúmmelaði –
Þetta var ógeðslega gaman – og ég er orðinn töluvert klárari í þessum málum núna í dag svo ég held vonandi áfram að baka eitthvað skemmtilegt.
Skrifa Innlegg