Í sumar fór ég á góða átta tónleika sem heita Grøn Koncert, eða Grænu tónleikarnir. Ég ferðaðist til Esbjerg, Árósar, Randers, Álaborgar, Kolding, Óðinsvé og Næstved til að leita af stjörnum framtíðarinnar.
Ég er nokkuð vissum að ég hafi allavega fundið eina stjörnu, og hann heitir Simon Julius. Einn einlægasti og yndislegasti strákur sem ég hef hitt, og með einstakt og stórkostlegt útlit.
Þetta er semsagt þegar ég fann hann í Óðinsvé. Ég fékk strax góða tilfinningu fyrir honum og fljótlega eftir kom hann uppá skrifstofu þar sem hann kom í smá mynda og vídjótöku. Hann tók svo einnig þátt í Elite Model Look Denmark og rústaði henni ..
Og núna í síðustu viku kom hann frá Milanó þar sem hann tók þátt í Elite Model Look World Final þar seeeem ..
.. hann var í top 5!! Og bókaði þaðan stóran myndaþátt fyrir Vogue Italia, en ritstjórinn Franca Sozzani var meðal dómnefndar.
Ég er mega stoltur af honum, og hann er búinn að blómstra svaaaaakalega mikið síðan hann mætti fyrst uppá skrifstofu. Það verður spennandi að fylgjast með honum núna á tískuvikunum í London, París og Milanó núna í byrjun næsta árs.
Ég held að þarna er rísandi stjarna á ferð, því yndlingur eins og hann á það aldeilis skilið!
Instagram: @helgiomarsson
Snapchat: helgiomars
Skrifa Innlegg