Ég lenti í því skemmtilega atviki að Facebook-ið mitt var hakkað og svo breytt passwordinu mínu, skemmtilegt það!
Ég er búinn að vera í reglulegum chat samræðum við Microsoft og reyna að sannfæra þá um að hjálpa mér að komast inná eeeeldgamlan hotmail sem er skráð á Facebook accountinn. Microsoft fólkið eru aftur á móti fávitar, svo lítið sem ekkert hefur gerst á þessum fjórum dögum. Já, bölvað fjandans vesen.
Einnig megiði afsaka bloggleysið, ég er alveg að fara afstað á ný! Fullt af skilum fyrir MAN Magasín, ásamt fullt af öðrum vinnutengdu sem þarf að sinna.
Annars – ég er ekki lengur á Facebook á meðan Microsoft liðið heldur áfram að taka mig í þurrt, en þið getið alltaf náð í mig á helgiomars@gmail.com eða helgi@trendnet.is –
Kæru vinir, breytiði reglulega um password, því hakkararnir eru öflug kvikindi.
Góðar stundir og plís krossiði fingrum fyrir mig, því þetta er bilaðslega óþæginlegt!
x
Skrifa Innlegg