fbpx

EUROVISION-GRILL-GLEÐIN Í ÁR!

DANMÖRKPERSONAL

Jú, ég er Eurovision-fan! Engin brjálaður, kannski miðað við marga, en samt ekkert almennt brjálaður. Æ þið vitið, bara svona 65% ef Páll Óskar er 100% .. fattiði? Er einhver samt sem getur reddað mér gigginu að lesa upp stigin fyrir Ísland? Anyone? Plís ..

Allavega, ro på! Fyrsta Eurovision-ið mitt þar sem ég er ekki að drekka úr mér allt líf í Eurovision drykkjuleikjum og gleðibrjálæði. Bara fókus og fókus og grill & chill. Það var reyndar alveg bilaðslega gott, very good.

Áður en ég fer í myndagleðina, þá langar mig að segja hvað ég var brjálaðslega stoltur af Maríu Ólafs og co! Mér fannst hún mögnuð, og ég var brjálaðslega hissa að við komumst ekki áfram, því mér persónulega fannst við eiga það sjúklega mikið skilið. Bravó bravó Íslandshópur! Eurovision er orðin svolítið pólitísk fyrir mér svo það er erfitt fyrir mann eins og mig með miklar skoðanir að hugsa bara að þetta snúist bara um tónlistina og ekkert annað skiptir máli, sorrrrýmemmig. Þetta var þó fínt! Ég hélt að Ítalía mundi taka þetta ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

Karlrassinn minn og ég readý’íetta í nýjum jökkum og sælir!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Jú, við elduðum froskalappir. Ég er eiginlega ennþá með samviskubit .. vissi ekki einu sinni að það væri hægt.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Fyrir ykkur sem ekki vitið, sódavatn á dönsku er kók og sprite og fanta og allt þetta. EN .. danskt vatn/danskvand þýðir sódavatn sem við þekkjum. Ég er ennþá í veseni með það, en já, appelsínur og lime í DANSKVAND.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Heimskulega góður fetaostur með’essu

Processed with VSCOcam with f2 preset

Við vorum semsagt með kalkún, naut, lamb, froska og kengúru í boði þetta ágæta kvöld. Hversu næs? Og piparostasósu!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Þetta var samt ekki svo slæmt! Eins og kjúklingur og saltfiskur blandað saman .. aumingja litlu froskar

Processed with VSCOcam with f2 preset

ÉG ER AÐ BLOGGA SVANGUR, FFFFFJANDINN!! Og ég ákvað að taka ekkert með mér heim í lok kvöldsins, GOOOOOD DAMN IT!!!!!!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Dýrindisbrokkolí salat! Þetta þarf ég að gera aftur, skuggalega gott.

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Piparsósa frá Íslandi, þegar ég var orðinn saddur fór ég að borða þessa sósu eintóma og maaaan is’good

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Gróf bagetta með rauðu pestó með jalepenio eða hvernig svosem maður skrifar þetta og feta. Matarklám .. svo gott!

e16

Lambaspjót!

e17

Endum þetta á stórskemmtilegu og fallegu momenti úr drepleiðinlega laginu frá Litháen! <3 Áfram ást og áfram Eurovision að koma fullt af boðskap á framfæri!!!!!!

YKKAR SPURNINGUM SVARAÐ ..

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Arna

    26. May 2015

    Nei halló halló – þetta brokkolísalat lúkkar fáránlega vel! Splæsir herrann í innihaldslýsingu?

  2. Sandra

    2. June 2015

    Heyrðu hvaðan er þetta fína matarstell sem sést á myndunum? :)