Ég viðurkenni það fúslega – ég er Eurovision maður. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og horfi alltaf á þetta með allri minni athygli.
Í ár eins og kannski flestir sem fylgjast með þessu vita, þá var keppnin haldin hátíðleg í Malmö – sem er ekki nema 20 mínútum frá Kaupmannahöfn. Ferðin er í rauninni heimskulega stutt, finnst frekar fyndið að vera kominn í annað land á svona stuttum tíma. Mér var allavega boðið með dásamlegum félagsskap að fara á lokageneralprufuna á laugardeginum, þar sem aðalkeppnin var rennd í gegn með öllu glimmerinu og brjálæðinu.
Mér fannst þetta einstaklega spennandi og stemmingin var frekar mögnuð.
Ætla ekki pottþétt allir að koma til Köben á næsta ári??
Skrifa Innlegg