Ég ferðaðist semsagt til Kína fyrir tveimur vikum (líður eins og það sé mánuður síðan) til að vinna að Elite Model Look World Final.
Þessi ferð var vægast sagt, ótrúlega gefandi og skemmtileg. Ég kynntist þarna yndislegum krökkum og fólki sem ég lærði alveg ótrúlega mikið af. Dagarnir voru langir og strangir og lítið pláss fyrir góðan svefn og allt annað þar á milli. Ég er svo gott sem ástfanginn af öllum þessum krökkum, og það var magnað að sjá hvernig allar þessar mismunandi kúltúrar komu saman sem ein heild.
Ég sá um 8 stráka, og passaði uppá að allt væri í góðu og að þeir væru með allt á hreinu í öllu þessu ferli. Þeir komu frá Hollandi, Danmörku, Bretlandi, Georgíu, Rúmeníu, Slóvakíu, Tékklandi og Nígeríu. Ég dýrka og dái þessa stráka uppí geim og tilbaka.
Ég er of steiktur í hausnum fyrir löng skrif, en ég ferðaðist frá Shenzhen til Hong Kong, frá Hong Kong til London, frá London til Kaupmannahafnar og frá Kaupmannahöfn til Århus í aðra vinnuferð. Er ég búinn að sofa? Mjög lítið. Er ég með bauga? Niður að pung.
Leyfum myndum að tala! x
Ég keypti þessar buxur fyrir flugið, ekki ssssséns að ég sé að fara fljúga í milljón klukkutíma í gallabuxum, þær eru ofur næs.
BRETAR OG BEIKON, Í ALVÖRU SAMT. Samloka frá British Airwaves. Ég hefði alveg eins getað keypt mér tilbúið pizzadeig og torgað það. Þetta var mikið af beikoni og hvítu brauði, ansi þungt í maven.
Team Copenhagen ready to fly.
Nína og mamma hennar. Ég hefði ekkert slegið hendinni á móti því að knúsa mömmu áður en ég fór, en oni, ég þurfti að vera fullorðni gaurinn í þessari ferð.
Er alveg ótrúlega stoltur af þessari stelpu, fann hana drukkna í metroinum, henni þótti keppnin pínu erfið en stóð sig eins og stjarna og endaði í Top 10 af 42 stelpum.
Ég blæddi þessu í börnin, um að gera að reyna fita þau fyrir svona keppni.
Mætt til Kína. Blokkirnar þarna eru eiginlega bara grín, þetta var ein af örugglega þúsund blokkum sem ég sá. Engar smá stærðir. Hvað ætli séu margar íbúðir þarna? 500? 1500? 15.000? Svakalegt.
Sæti Carl frá HongKong til Shenzhen.
oooog mætt á Langham hótelið ásamt öðrum keppendum!
Útsýnið úr hótel bakgarðinum.
Þessi var algjört uppáhald – Bertie frá Bretlandi. Hann kvartaði ekkert undan svítunni sinni og útsýninu.
Fyrsta kvöldið.
Sergi, þessi var uppáhald hjá öllum stelpunum. Svakalegur heartbreaker. Hann endaði í Top 5.
Drengirnir mættir í BootCamp. Frá vinstri má sjá Holland, Tékkland, Frakkland og Danmörk.
Þessar voru dásemdir fyrir allan peninginn. Nígería, Vestur Afríka og Brasilía.
Á fyrsta sponsor eventinu, þar sem allir fengu sjokk yfir magni af aggressívum fjölmiðlum og papparössum.
.. eins og ég sagði
Bestu strákanir, nema þessi sem er fyrir aftan mig, hann var ekkert í minni grúppu.
Bootcamp þreyta.
Jæja, ég þarf að fara vinna!
KEM MEÐ PART TVÖ BRÁÐUM!
Knús frá Århus x
Skrifa Innlegg