Þessi færsla er í samstarfi við The Body Shop
Ég man ekki alveg hvenær það var, en mér finnst mjög líklegt að það hafi verið eftir síðastu ferðina til Tælands þar sem ég var að bitcha yfir því að ég finn fyrir góðu tani og svo flagnar þetta allt af mér og ég enda eins og dalmatíuhundur. Þá var einhver, sem ég get heldur ekki munað hver sagði við mig – “Skrúbbaru ekki á þér líkamann þegar þú ert að ferðast????” pínu eins og ég hafi veri spurður hvort ég tannbursti mig ekki á hverjum morgni. Það átti víst að vera galdurinn við að halda tani og minnka flagn. Skrúbba þessar dauðu húðflögur af líkamanum og endurnýja þetta allt saman. Sem meikar sense nú þegar ég hugsa það. Að tana ofan á dauða húð flixur er auðvitað bara waste of tan & time. Svo ég er búinn að vera skrúbba eins og enginn sé morgundagurinn á hverju kvöldi. Ja, eða síðustu þrjá daga því það var eitthvað lítið af tani hérna fyrst. Var of upptekinn að vera barn á stökkpalli.
Ég er með Mediterranean Sea Salt Scrub frá The Body Shop og fær hann top einkunn. Saltið er þykkt og djúsi og maður endar silkismooth og mjúkur eftir skrúblætin.
Ég er svo ógeðslega til í að verða brúnn til jóla, BRRRRING IT ON.
Eyðinleggur ekki að dósin er geggjuð. Mun nýta hana sem nammiskál þegar skrúbburinn er búinn.
Skrúbbdiddy skrúbb, skrúbbdí skrúbbdí, skrúbbdí púp.
Btw munduði segja að sturtan mín er geggjuð? Ég líka nefnilega ..
Mæli með þessum – munið að skrúbba!
Skrifa Innlegg