Ég er brjálaðslega picky þegar kemur að ilmum. Ég er búinn að vera með sama ilmvatnið mitt í korter í tíu ár held ég og er í nokkuð monogomísku sambandi við það. Finnst mjög skrýtið að nota eitthvað annað, en geri það auðvitað í neyð og fancy tilefnum.
Ég er búinn að fljúga rosalega oft milli Köben og Reykjavíkur í ár, og í rauninni síðustu ár og það er orðin lúmskt hefð að fata í ilmdeildina og finna kanna mál ilmvatnanannanana.
Ég notaði Chanel Bleu á tímabili á fínum tilefnum og það var reyndar geðveikt næs, eitt hversdags og fancy. Ég kláraði það fyrir löngu og það var tími til kominn á nýjan fancy-tilefnis-ilm.
Eftir ansi margar ilmvatnskönnunarferðir á Leifsstöð og Kastrup Lufthavn, er þetta útkoman;
Valentino Uomo – vinir, hún er GEGGJUÐ. Krydduð, lúmskt sæt, og fakken kúl. Sorry kámið. Sorry rykið. SORRY.
Þá eru þetta formlega nýju lyktirnar sem ég baða mig í. Versace bláa. Mín. Að eilífu. Mig hefur meira segja dreymt að hún sé ekki lengur í sölu.
Annars var að koma nýr ilmur frá Versace sem heitir Davey Jones, hún er geggjuð líka.
Allavega, þessi ilmvötn fást í Hagkaup, reyndar sá ég ekki Valentino á Hagkaup síðunni, en hef hún er til uppá flugvelli er hún pottþétt til í Hagkaup.
Njótið!
instagram: helgiomarsson
snapchat: helgiomars
Skrifa Innlegg