Ég nenni ekki að vera þessi týpa, þið vitið. EN!
Ég er búinn að næla mér í allar flensur sem hafa verið að flögra í loftinu síðustu vikur, sem ég yfirleitt slepp við. Ég kann ekki að vera veikur og mér finnst stórmerkilegt þegar það gerist. Ég verð OFUR lítill í mér og verð alveg eeeextra mikill aumingi og kettlingur, en mér tókst að vera veikur um jólin, svo tók ég eina og hálfa viku í lok febrúar í viku og rúmlega viku í mars. Það er persónulegt met og mjög fyndið í mínum bókum.
Ég er orðinn ofur góður, og er á leiðinni til á Seyðisfjörð í páskafrí og ætla að rísa upp eins og fokking Fönix!
Rétt tæplega 40 stiga hiti dokjúmentaður.
Fór ég þangað? Tala um veikindi mín, EN HEY – þetta hlýtur að vera eitthvað met, allavega persónulegt, pow!
Skrifa Innlegg