Ég er ekki búinn að æfa Crossfit síðan apríl, eða maí, man ekki alveg. Einfaldlega því mér fannst Crossfit Copenhagen ekki næs staður að æfa á, fáranlega skrýtin orka þarna og já, ákvað joina Fitness World þar sem ég er ofboðslega sáttur núna. Ég elska þó ennþá Crossfit, og reyni að gera WOD bara á öðruvísi stað og hefur það tekist ágætlega. Æfingarnar og WOD-in þykir mér ennþá fáranlega skemmtilegt að gera og heldur mér svona á ágætlegu striki. En í Crossfit eru alltaf einhverjar æfingar sem maður elskar og aðrar sem maður þolir ekki. Nema Queen Katrín Tanja, hún sagði í viðtali að hún elskaði allar. En hún er líka one of a kind. Allavega! Ég þoli ekki boxjumps, ég veit ekki hvað það er, ég bara þoli það ekki. Ég er meira segja farinn að elska burpees, eða, taka þær í sátt meira. Annað sem ég er ekkert rosalega spenntur fyrir er toes to bar, en þá hengur maður og þrykkir tánum uppí stöngina sem þú hengur í. Pull-ups eru ágætar, ég elska þær og hata þær. Það er einfaldlega útaf því, að ég var mjöööög gjarn á að rifna á lófunum og finnst það svo óþæginlegt. Ég eiginlega hhhhhhata það.
EN! Þá er ekkert betra en að koma með nokkuð góða lausn, en ég var að æfa með Sonju vinkonu og auðvitað rifnaði eins og skrrrrattinn sjálfur eftir blöndu af ketilbjöllu veseni og kipping pull-ups. Þá sendi hún mér svona;
En þetta er svona smyrsl (með lavender lykt, mmmhm sign me up) – sem gerði þetta rifningarferli svo þúsund sinnum þæginlegra. En þetta kemur frá merki sem heitir Doc Spartan, og er algjört must ef maður rifnar á lófunum.
En á meðan ég er með ykkur, þá keypti ég síðast svona líka;
Almennilegt innihald –
Ég er mjöööööög mikill skrúbb maður, svo ef ég ætlaði að kaupa smyrsl á sár þá auðvitað greip ég skrúbb með mér, en hann var hræódýr OG ég fékk afslátt, svo já nei, ain’t gotta say no to that. En hann er mjööög góður, og lyktin er unaður. Það kemur svona smá áferð þar sem vatn festist ekki á, vitiði hvað ég á við? Æ þið vitið svona, fráhrindandi, æ allavega, það er ekkert slæmt. Þið vitið bara af því. En þessi skrúbbur var líka mjög skemmtilegur fyrir augað, en ég fattaði ekki innpökkunina fyrst, en hugmyndin er bara eins og einhverjir gæjar séu bara að pakka líma kvikk svona sodd ok jám ókei tilbúið! Fannst það mjög skemmtilegt. Þessi skrúbb fær háa einkunn frá mér.
Þetta fæst allt HÉRNA ásamt allskonar öðru góssi.
Þessi færsla er ekki kostuð, og Austur Store veit ekki af þessari færslu. Okay’yall
Skrifa Innlegg